Stöðvum hringrás ósýnileikans Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 5. janúar 2020 16:30 Þegar kemur að ráðningum í stjórnunarstöður á almennum markaði er gjarnan beitt svokölluðum hausaveiðaraaðferðum eða “head hunting”. Þá er leitað í tengslanetið og ráðningarstofur eru beðnar um að skima eftir heppilegum einstaklingum til að taka að sér tiltekin störf. Störf innan opinbera geirans lúta öðrum lögmálum, þar sem kröfur eru til auglýsinga á þeim, þó að á því séu undantekningar eins og ráðningar í tvær ráðuneytisstjórastöður nú nýlega bera með sér. Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér hvort að sýnileiki einstaklinga fram að ráðningu í stjórnunarstöður skiptir máli eða ekki. Sýnileiki er einfaldlega mikilvæg breyta þegar kemur að því leita að hæfu fólki í stjórnendastöður. Þegar rætt hefur verið við fjölmiðlafólk sem er mótfallið því að áherslur séu á jöfn kynjahlutföll þegar kemur að vali á viðmælendum í fréttum og fréttatengdum þáttum hafa komið fram þau rök að það sé eðlilegt að kynjahlutföll viðmælenda endurspegli kynjahlutföll stjórnenda, ráðherra, kauphallarforstjóra sveitar- og borgarstjóra o.s.frv. Það er einmitt rót vandans. Á meðan sýnileiki einstaklinga í fjölmiðlum takmarkast við þann hóp einstaklinga sem nú þegar skipar æðstu stjórnunarstöður, eru mun minni líkur á því að breytingar verði þar á. Það er einfaldlega haldið áfram að hræra í sama pottinum með sama fólkinu sem færist á milli stjórnunarstarfa þegar það hefur setið hæfilega lengi á einum stað. Lítil endurnýjun verður vegna m.a. skorts á sýnileika nýrra aðila sem búa yfir miklum hæfileikum. Leiðum breytinguna saman Það þarf að finna nýjar markvissar leiðir til að fjölga í hópi þeirra sem koma til greina í hin ýmsu störf í samfélaginu. Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er hreyfiafl sem stendur fyrir breytingum sem nauðsynlegar eru til að bæta samfélagið með aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu, öllum til hagsbóta. Rannsóknir hafa sýnt fram á að aukinn fjölbreytileiki leiði til betri ákvarðanatöku sem bætir samkeppnisstöðu fyrirtækja og þjóða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að auka sýnileikann og auka þannig líkurnar á því að kynjahlutföllin jafnist í öllum atvinnugreinum. Ávinningurinn af því að brjóta upp þessa hringrás ósýnileika kvenna, bæði í fjölmiðlum og í æðstu stjórnunarstöðum er lykilatriði til að ná nauðsynlegum fjölbreytileika. Í lok árs 2019 gerði FKA óformlega könnun meðal fréttamanna á ljósvakamiðlum þar sem kallað var eftir áliti þeirra á því í hvaða starfsgreinum væri oftast vart við skort á konum sem viðmælendum. Níu starfsgreinar voru oftast nefndar; sjávarútvegur, upplýsingatækni, upplýsingaöryggi, orkumál, íþróttir, viðskipti, nýsköpun, vísindi og stjórnmál. Nú er komið að aðgerðum og verkin látin tala á árinu 2020. Við getum hætt að bíða eftir að breytingarnar komi af náttúrulegum ástæðum. FKA hefur skrifað undir þriggja ára samstarfssamning við RÚV þar sem ætlað er að auka hlut kvenna sem viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum. Boðið verður uppá hagnýtt viðmælendanámskeið í byrjun febrúar þar sem reyndir einstaklingar úr ljósvakamiðlum sjá um framkvæmd verkefnisins. Námskeiðið byggir á reynslu sambærilegra námskeiða sem haldin hafa verið fyrir ýmsa hópa í atvinnulífinu og MBA nema við Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður þátttaka í verkefninu sérstaklega boðin þeim konum sem falla undir framangreindar starfsgreinar, óháð félagsaðild í FKA og er skráning í fjölmiðlaþjálfunina opin til og með 8. janúar 2020 á www.fka.is. Leiðum breytinguna saman og hvetjum hæfar konur til að sækja um - samfélaginu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kemur að ráðningum í stjórnunarstöður á almennum markaði er gjarnan beitt svokölluðum hausaveiðaraaðferðum eða “head hunting”. Þá er leitað í tengslanetið og ráðningarstofur eru beðnar um að skima eftir heppilegum einstaklingum til að taka að sér tiltekin störf. Störf innan opinbera geirans lúta öðrum lögmálum, þar sem kröfur eru til auglýsinga á þeim, þó að á því séu undantekningar eins og ráðningar í tvær ráðuneytisstjórastöður nú nýlega bera með sér. Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér hvort að sýnileiki einstaklinga fram að ráðningu í stjórnunarstöður skiptir máli eða ekki. Sýnileiki er einfaldlega mikilvæg breyta þegar kemur að því leita að hæfu fólki í stjórnendastöður. Þegar rætt hefur verið við fjölmiðlafólk sem er mótfallið því að áherslur séu á jöfn kynjahlutföll þegar kemur að vali á viðmælendum í fréttum og fréttatengdum þáttum hafa komið fram þau rök að það sé eðlilegt að kynjahlutföll viðmælenda endurspegli kynjahlutföll stjórnenda, ráðherra, kauphallarforstjóra sveitar- og borgarstjóra o.s.frv. Það er einmitt rót vandans. Á meðan sýnileiki einstaklinga í fjölmiðlum takmarkast við þann hóp einstaklinga sem nú þegar skipar æðstu stjórnunarstöður, eru mun minni líkur á því að breytingar verði þar á. Það er einfaldlega haldið áfram að hræra í sama pottinum með sama fólkinu sem færist á milli stjórnunarstarfa þegar það hefur setið hæfilega lengi á einum stað. Lítil endurnýjun verður vegna m.a. skorts á sýnileika nýrra aðila sem búa yfir miklum hæfileikum. Leiðum breytinguna saman Það þarf að finna nýjar markvissar leiðir til að fjölga í hópi þeirra sem koma til greina í hin ýmsu störf í samfélaginu. Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er hreyfiafl sem stendur fyrir breytingum sem nauðsynlegar eru til að bæta samfélagið með aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu, öllum til hagsbóta. Rannsóknir hafa sýnt fram á að aukinn fjölbreytileiki leiði til betri ákvarðanatöku sem bætir samkeppnisstöðu fyrirtækja og þjóða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að auka sýnileikann og auka þannig líkurnar á því að kynjahlutföllin jafnist í öllum atvinnugreinum. Ávinningurinn af því að brjóta upp þessa hringrás ósýnileika kvenna, bæði í fjölmiðlum og í æðstu stjórnunarstöðum er lykilatriði til að ná nauðsynlegum fjölbreytileika. Í lok árs 2019 gerði FKA óformlega könnun meðal fréttamanna á ljósvakamiðlum þar sem kallað var eftir áliti þeirra á því í hvaða starfsgreinum væri oftast vart við skort á konum sem viðmælendum. Níu starfsgreinar voru oftast nefndar; sjávarútvegur, upplýsingatækni, upplýsingaöryggi, orkumál, íþróttir, viðskipti, nýsköpun, vísindi og stjórnmál. Nú er komið að aðgerðum og verkin látin tala á árinu 2020. Við getum hætt að bíða eftir að breytingarnar komi af náttúrulegum ástæðum. FKA hefur skrifað undir þriggja ára samstarfssamning við RÚV þar sem ætlað er að auka hlut kvenna sem viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum. Boðið verður uppá hagnýtt viðmælendanámskeið í byrjun febrúar þar sem reyndir einstaklingar úr ljósvakamiðlum sjá um framkvæmd verkefnisins. Námskeiðið byggir á reynslu sambærilegra námskeiða sem haldin hafa verið fyrir ýmsa hópa í atvinnulífinu og MBA nema við Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður þátttaka í verkefninu sérstaklega boðin þeim konum sem falla undir framangreindar starfsgreinar, óháð félagsaðild í FKA og er skráning í fjölmiðlaþjálfunina opin til og með 8. janúar 2020 á www.fka.is. Leiðum breytinguna saman og hvetjum hæfar konur til að sækja um - samfélaginu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun