Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 15:30 WOW Air fór í þrot í lok mars á síðasta ári. Áður hafði Icelandair Group fallið frá kaupum á öllu hlutafé í félaginu. Vísir/vilhelm Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug. Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug.
Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira