Ríflega hundrað hross drápust í hamfaraveðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 12:06 Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu eftir aftakaveðrið í desember. Freyja komst lífs af og var öll að braggast þegar Vísir ræddi við Magnús 12. desember. Samsett/Aðsend Nú liggur fyrir að ríflega hundrað hross drápust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember 2019. Þetta eru mestu afföll á hrossum í áratugi og svarar til um 0,5% þeirra 20 þúsund hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Hross fórust á 46 bæjum, þar af 61 hross á 29 bæjum í Austur-Húnavatnssýslu. Tuttugu hross fórust á níu bæjum í Vestur-Húnavatnssýslu og 22 hross á átta bæjum í Skagafirði.Sjá einnig: Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Oftast var um að ræða eitt til fjögur hross á hverjum bæ, sem gerir að meðaltali tvö hross á bæ. Í tilkynningu segir að dreifingin endurspegli að afföllin verði ekki rakin til óviðunandi aðbúnaðar eða undirbúnings á einstaka bæjum „[…] en ljóst má vera að veðrið kom mishart niður á svæðum innan landshlutans. Hross á öllum aldri fórust í óverðinu; 29 folöld, 34 trippi og 30 hryssur, en einnig drápust fimmtán hestar, flestir fullorðnir. Hryssurnar voru sömuleiðis í flestum tilfellum í eldri kantinum og því má segja að elstu og yngstu aldurshóparnir hafi orðið verst úti í óveðrinu.“ Algengast var að hross hefði hrakið undan veðri í skurði, girðingar eða aðrar hættur en einnig fennti hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t. hross sem rekin höfðu verið sérstaklega í skjól og gefið þar. „Dæmi voru um tveggja metra snjódýpt niður á hræin, en gríðarlegir skaflar mynduðust hvar sem skjól var að finna. Almennt séð var harðara á hrossum á jörðum nærri ströndinni á meðan hross sem stóðu hærra í landinu sluppu mun betur, líklega vegna þess að þar var kaldara og ekki hlóðst á þau ís með sama hætti,“ segir í tilkynningu. „Afar óvenjulegt er að saman fari svo hart norðan áhlaup með mikilli úrkomu og hitastigi við frostmark. Veðurskilyrðin leiddu til þess að slydda lagðist á hrossin og fraus þar. Hrossin urðu klömbruð og þung sem gerði þeim erfiðara fyrir að standa af sér þá langvarandi stórhríð sem á eftir fylgdi þar sem veðurhæðin náði styrk fellibyls á köflum. Skjól kom ekki að gagni þar sem aðstæður voru verstar og átti það jafnt við um manngerða skjólveggi og náttúrulegt skjól. Hross voru alla jafna í góðu standi fyrir áhlaupið enda hafði haustið verið hagfellt hrossum á útigangi.“ Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Björguðu ellefu hrossum úr snjónum Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins. 12. desember 2019 20:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Nú liggur fyrir að ríflega hundrað hross drápust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember 2019. Þetta eru mestu afföll á hrossum í áratugi og svarar til um 0,5% þeirra 20 þúsund hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Hross fórust á 46 bæjum, þar af 61 hross á 29 bæjum í Austur-Húnavatnssýslu. Tuttugu hross fórust á níu bæjum í Vestur-Húnavatnssýslu og 22 hross á átta bæjum í Skagafirði.Sjá einnig: Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Oftast var um að ræða eitt til fjögur hross á hverjum bæ, sem gerir að meðaltali tvö hross á bæ. Í tilkynningu segir að dreifingin endurspegli að afföllin verði ekki rakin til óviðunandi aðbúnaðar eða undirbúnings á einstaka bæjum „[…] en ljóst má vera að veðrið kom mishart niður á svæðum innan landshlutans. Hross á öllum aldri fórust í óverðinu; 29 folöld, 34 trippi og 30 hryssur, en einnig drápust fimmtán hestar, flestir fullorðnir. Hryssurnar voru sömuleiðis í flestum tilfellum í eldri kantinum og því má segja að elstu og yngstu aldurshóparnir hafi orðið verst úti í óveðrinu.“ Algengast var að hross hefði hrakið undan veðri í skurði, girðingar eða aðrar hættur en einnig fennti hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t. hross sem rekin höfðu verið sérstaklega í skjól og gefið þar. „Dæmi voru um tveggja metra snjódýpt niður á hræin, en gríðarlegir skaflar mynduðust hvar sem skjól var að finna. Almennt séð var harðara á hrossum á jörðum nærri ströndinni á meðan hross sem stóðu hærra í landinu sluppu mun betur, líklega vegna þess að þar var kaldara og ekki hlóðst á þau ís með sama hætti,“ segir í tilkynningu. „Afar óvenjulegt er að saman fari svo hart norðan áhlaup með mikilli úrkomu og hitastigi við frostmark. Veðurskilyrðin leiddu til þess að slydda lagðist á hrossin og fraus þar. Hrossin urðu klömbruð og þung sem gerði þeim erfiðara fyrir að standa af sér þá langvarandi stórhríð sem á eftir fylgdi þar sem veðurhæðin náði styrk fellibyls á köflum. Skjól kom ekki að gagni þar sem aðstæður voru verstar og átti það jafnt við um manngerða skjólveggi og náttúrulegt skjól. Hross voru alla jafna í góðu standi fyrir áhlaupið enda hafði haustið verið hagfellt hrossum á útigangi.“
Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Björguðu ellefu hrossum úr snjónum Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins. 12. desember 2019 20:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11
Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45
Björguðu ellefu hrossum úr snjónum Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins. 12. desember 2019 20:57