Myndband af íslenskum lunda að klóra sér með priki vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2020 07:00 Hér má sjá lundann og prikið góða. Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post. Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post.
Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00
Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00