Thelma farin að raða niður þristum eins og mamma sín: Fær mikið hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 15:30 Thelma Dís Ágústsdóttir. Skjámynd/Youtube/Ball State All-Access Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum. Thelma Dís er á sínu öðru ári með Ball State háskólaliðinu og hefur tekið mikið stökk á þessu ári samkvæmt þjálfara sínum. Thelma Dís var með 21 stig á 28 mínútum í lokaleik ársins þar sem Ball State vann 84-49 sigur á Urbana háskólanum. Thelma Dís setti niður fimm þrista í leiknum en móðir hennar, stórskyttan Björg Hafsteinsdóttir, er ein mesta þriggja stiga skyttan í sögu íslenska körfuboltans. The Cardinals close out non-conference action with a victory!!#ChirpChirp | #WeFlypic.twitter.com/0cJuPSlwHE— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 Thelma Dís hitti úr 8 af 13 skotum sínum og var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Thelma Dís er með 10,5 stig, 4,3 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum tímabilsins en í fyrravetur var hún með 9,6 stig, 4,1 frákast og 2,0 stoðsendingar að meðaltali. Leikurinn á móti Urbana er kallaður svokallaður „breakout“ leikur Thelmu á Youtube síðu Ball State og þar er bæði viðtal við þjálfara hennar og hana sjálfa eins og sjá má hér fyrir neðan. Thelma Agustsdottir opens the second quarter with a 3-pointer. pic.twitter.com/tue6aFHP4L— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Ég er farin að setja þá pressu á mig sjálfa að gera meira inn á vellinum og vera ákveðnari,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir í viðtalinu á Youtube síðu skólans, Ball State All-Access. „Hún veit hvað hún á að gera, hún veit vel að hún getur þetta og hún veit að liðið þarf á því að halda að hún taki af skarið,“ sagði þjálfari hennar Brady Sallee. „Ég veit að ég þarf að taka fleiri skot og sjá til þess að andstæðingarnir þurfi að passa mig betur en á síðasta tímabili,“ segir Thelma Dís. Thelma is on pic.twitter.com/II7vCxYtIB— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Á síðasta tímabili var hún meira í fyrirgefðu hugsunarhættinum en núna er hún kominn með meira “swag“ því hún veit að hún er góð. Hún veit að hún er ein af okkar aðalskorurum og við þurfum á hennar stigum að halda,“ sagði Brady Sallee. Þjálfarinn hrósar Thelmu líka fyrir að vera dugleg í lyftingarsalnum en þær æfingar séu að skila sér inn á vellinum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það má sjá umfjöllunina um Thelmu Dís hér fyrir neðan. Körfubolti Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum. Thelma Dís er á sínu öðru ári með Ball State háskólaliðinu og hefur tekið mikið stökk á þessu ári samkvæmt þjálfara sínum. Thelma Dís var með 21 stig á 28 mínútum í lokaleik ársins þar sem Ball State vann 84-49 sigur á Urbana háskólanum. Thelma Dís setti niður fimm þrista í leiknum en móðir hennar, stórskyttan Björg Hafsteinsdóttir, er ein mesta þriggja stiga skyttan í sögu íslenska körfuboltans. The Cardinals close out non-conference action with a victory!!#ChirpChirp | #WeFlypic.twitter.com/0cJuPSlwHE— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 Thelma Dís hitti úr 8 af 13 skotum sínum og var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Thelma Dís er með 10,5 stig, 4,3 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum tímabilsins en í fyrravetur var hún með 9,6 stig, 4,1 frákast og 2,0 stoðsendingar að meðaltali. Leikurinn á móti Urbana er kallaður svokallaður „breakout“ leikur Thelmu á Youtube síðu Ball State og þar er bæði viðtal við þjálfara hennar og hana sjálfa eins og sjá má hér fyrir neðan. Thelma Agustsdottir opens the second quarter with a 3-pointer. pic.twitter.com/tue6aFHP4L— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Ég er farin að setja þá pressu á mig sjálfa að gera meira inn á vellinum og vera ákveðnari,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir í viðtalinu á Youtube síðu skólans, Ball State All-Access. „Hún veit hvað hún á að gera, hún veit vel að hún getur þetta og hún veit að liðið þarf á því að halda að hún taki af skarið,“ sagði þjálfari hennar Brady Sallee. „Ég veit að ég þarf að taka fleiri skot og sjá til þess að andstæðingarnir þurfi að passa mig betur en á síðasta tímabili,“ segir Thelma Dís. Thelma is on pic.twitter.com/II7vCxYtIB— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Á síðasta tímabili var hún meira í fyrirgefðu hugsunarhættinum en núna er hún kominn með meira “swag“ því hún veit að hún er góð. Hún veit að hún er ein af okkar aðalskorurum og við þurfum á hennar stigum að halda,“ sagði Brady Sallee. Þjálfarinn hrósar Thelmu líka fyrir að vera dugleg í lyftingarsalnum en þær æfingar séu að skila sér inn á vellinum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það má sjá umfjöllunina um Thelmu Dís hér fyrir neðan.
Körfubolti Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira