Strigaskór úr kaffi Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 13. janúar 2020 08:30 „Úrgangur og mengun eru ekki slys, heldur afleiðingar ákvarðana okkar. Um 80% af ákvörðunum sem hafa áhrif á umhverfið eru teknar á hugmyndastigi hönnunar,“ segir Ellen MacArthur, en stofnun í hennar nafni er leiðandi hugveita á sviði hringrásarhagkerfisins. „Ef við lítum á sóun sem hönnunargalla, getum við gengið úr skugga um að úrgangur og mengun verða ekki til yfir höfuð.“ „Stærsta viðskiptatækifærið“ Hringrásarhagkerfi er byggt á þeirri grundvallarreglu að hanna burt úrgang og mengun, endurnýta vörur og efni og endurnýja eða endurbyggja náttúruna í leiðinni. William McDonough, leiðandi sjálfbærni arkitekt við Stanford háskóla og höfundur Cradle to Cradle, segir hringrásarhagkerfið fela í sér „stærsta viðskiptatækifærið sem okkar tegund hefur séð”. Frans Van Houten, forstjóri Philips, tekur í sama streng en Philips hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir breyting á viðskiptamódelum sínum yfir í hringrásarhagkerfi. “Hjá Philips er markmið okkar að taka aftur á móti öllum vörum sem við höfum selt til heilbrigðisgeirans. Með því að skipta við sama hóp viðskiptavina aftur og aftur, sem í raun eru að kaupa vörur okkar sem þjónustu, getum við skapað mjög arðsaman og endurtekinn tekjustraum.” Atvinnusköpun á forsendum hringrásar Um allan heim drekkum við næstum því 2 milljarða kaffibolla á hverjum degi. Stærstur hluti kaffikorgsins fer ofan í vaskinn eða í landfyllingar. Rens framleiðir strigaskó úr kaffikorgi og endurunnu plasti. Hvert par vegur um 460 grömm; 300 grömm eru úr kaffi. Endurunna plastið í hverju pari jafnast á við sex plastflöskur. Lehigh Technologies er fyrirtæki sem breytir notuðum dekkjum og gúmmíi sem annars yrði hent, í gúmmípúður, sem er notað til að búa til ný dekk, malbik og byggingarefni. HYLA Mobile starfa í samstarfi við mörg af leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum heims við að gefa notuðum snjallsímum og - tækjum annað líf. Áætlað er að fyrirtækið hafi endurnotað meira en 50 milljarða tækja, greitt 4 milljarða dollara til eigenda þeirra og komið í veg fyrir að 6500 tonn fari í landfyllingar. Viðmiðaskipti Mike Barry, fyrrverandi forstjóri sjálfbærni hjá Marks & Spencer í Bretlandi er þekktur fyrir að vera höfundur ‘Áætlunar A’, sem hafði það markmið að gera M&S sjálfbærasta smásölufyrirtækið í Bretlandi. Mike segir neysluhegðun okkar komna í þrot. „Ef fram heldur sem horfir, þarf jörðin að framleiða 50% meiri orku, 50% meiri mat, 30% meira vatn næstu áratugina. Þetta mun aldrei takast, nema við breytum neysluhegðun okkar.“ Skrifstofur standa auðar 60% af tímanum, bílar standa óhreyfðir 92-98% af tímanum og þriðjungi matar er sóað. Fimmtíuogsjö prósent alls fatnaðar endar sem landfylling, 35% af öllu efni sem kemur til í virðiskeðjunni endar sem úrgangur áður en flíkin eða vefnaðarvaran fer í hendur kaupenda. Íslensk hringrás í beinni Að umbreyta kerfum og viðskiptamódelum krefst víðtækrar samvinnu atvinnulífs, skóla, yfirvalda, sveitafélaga og eintaklinga. Á Janúarráðstefnu Festu 30. janúar næstkomandi, munu fimm ólík, en leiðandi fyrirtæki segja frá vegferð sinni innanlands og erlendis í átt að hringrásarhagkerfinu. Sögur þeirra innihalda áskoranir samfara tækifærum og varpa ljósi á hlutverk ólíkra aðila. Að lokum ætla þau að setja sér metnaðarfull markmið fyrir næstu 12 mánuðina og kynna árangurinn að þeim tíma loknum í samstarfi við Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
„Úrgangur og mengun eru ekki slys, heldur afleiðingar ákvarðana okkar. Um 80% af ákvörðunum sem hafa áhrif á umhverfið eru teknar á hugmyndastigi hönnunar,“ segir Ellen MacArthur, en stofnun í hennar nafni er leiðandi hugveita á sviði hringrásarhagkerfisins. „Ef við lítum á sóun sem hönnunargalla, getum við gengið úr skugga um að úrgangur og mengun verða ekki til yfir höfuð.“ „Stærsta viðskiptatækifærið“ Hringrásarhagkerfi er byggt á þeirri grundvallarreglu að hanna burt úrgang og mengun, endurnýta vörur og efni og endurnýja eða endurbyggja náttúruna í leiðinni. William McDonough, leiðandi sjálfbærni arkitekt við Stanford háskóla og höfundur Cradle to Cradle, segir hringrásarhagkerfið fela í sér „stærsta viðskiptatækifærið sem okkar tegund hefur séð”. Frans Van Houten, forstjóri Philips, tekur í sama streng en Philips hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir breyting á viðskiptamódelum sínum yfir í hringrásarhagkerfi. “Hjá Philips er markmið okkar að taka aftur á móti öllum vörum sem við höfum selt til heilbrigðisgeirans. Með því að skipta við sama hóp viðskiptavina aftur og aftur, sem í raun eru að kaupa vörur okkar sem þjónustu, getum við skapað mjög arðsaman og endurtekinn tekjustraum.” Atvinnusköpun á forsendum hringrásar Um allan heim drekkum við næstum því 2 milljarða kaffibolla á hverjum degi. Stærstur hluti kaffikorgsins fer ofan í vaskinn eða í landfyllingar. Rens framleiðir strigaskó úr kaffikorgi og endurunnu plasti. Hvert par vegur um 460 grömm; 300 grömm eru úr kaffi. Endurunna plastið í hverju pari jafnast á við sex plastflöskur. Lehigh Technologies er fyrirtæki sem breytir notuðum dekkjum og gúmmíi sem annars yrði hent, í gúmmípúður, sem er notað til að búa til ný dekk, malbik og byggingarefni. HYLA Mobile starfa í samstarfi við mörg af leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum heims við að gefa notuðum snjallsímum og - tækjum annað líf. Áætlað er að fyrirtækið hafi endurnotað meira en 50 milljarða tækja, greitt 4 milljarða dollara til eigenda þeirra og komið í veg fyrir að 6500 tonn fari í landfyllingar. Viðmiðaskipti Mike Barry, fyrrverandi forstjóri sjálfbærni hjá Marks & Spencer í Bretlandi er þekktur fyrir að vera höfundur ‘Áætlunar A’, sem hafði það markmið að gera M&S sjálfbærasta smásölufyrirtækið í Bretlandi. Mike segir neysluhegðun okkar komna í þrot. „Ef fram heldur sem horfir, þarf jörðin að framleiða 50% meiri orku, 50% meiri mat, 30% meira vatn næstu áratugina. Þetta mun aldrei takast, nema við breytum neysluhegðun okkar.“ Skrifstofur standa auðar 60% af tímanum, bílar standa óhreyfðir 92-98% af tímanum og þriðjungi matar er sóað. Fimmtíuogsjö prósent alls fatnaðar endar sem landfylling, 35% af öllu efni sem kemur til í virðiskeðjunni endar sem úrgangur áður en flíkin eða vefnaðarvaran fer í hendur kaupenda. Íslensk hringrás í beinni Að umbreyta kerfum og viðskiptamódelum krefst víðtækrar samvinnu atvinnulífs, skóla, yfirvalda, sveitafélaga og eintaklinga. Á Janúarráðstefnu Festu 30. janúar næstkomandi, munu fimm ólík, en leiðandi fyrirtæki segja frá vegferð sinni innanlands og erlendis í átt að hringrásarhagkerfinu. Sögur þeirra innihalda áskoranir samfara tækifærum og varpa ljósi á hlutverk ólíkra aðila. Að lokum ætla þau að setja sér metnaðarfull markmið fyrir næstu 12 mánuðina og kynna árangurinn að þeim tíma loknum í samstarfi við Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun