Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 12:30 Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra, Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir. Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir.
Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira