Þjóðverjinn Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki hrifinn af frammistöðu Liverpool í 2-0 sigrinum á West Ham í kvöld.
Liverpool er þar af leiðandi komið með nítján stiga forskot á toppi deildarinnar en Klopp brosti þó ekki hringinn í kvöld.
„Ég er bara ánægður með stigin þrjú. Við gátum gert svo margt betur. Við hefðum getað sent boltann betur og varist betur,“ sagði Klopp í leikslok.
„Þessir drengir hafa spilað stórkostlega á leiktíðinni en frammistaðan í kvöld var meðal frammistaða.“
VIDEO: Jurgen Klopp says Liverpool were deserved winners against West Ham, but states that they could have played better in the 2-0 victory at the London Stadium.https://t.co/k7hqNRvRYu
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 29, 2020
Stuðningsmenn Liverpool halda áfram um að syngja að liðið sé að fara vinna deildina en Klopp kippir sér lítið upp við það.
„Þeir geta sungið það sem þeir vilja. Að þeir syngi þetta þýðir ekki að þeir meini það.“
Sá þýski er heldur ekki byrjaður að hugsa um titilinn.
„Við erum ekki byrjaðir að hugsa um að þetta sé komið. Ég lofa þér því. Ég veit ekki hvort einhver sé að fara ná okkur. Það er enn nóg eftir og við ætlum að reyna ná í sem flest stig.“
„Við erum með 70 stig sem er ótrúlegur fjöldi en það getur enn svo margt gerst. Við drögum djúpt andann og á laugardaginn er það leikur gegn Southampton,“ sagði Klopp.