Morðhótanir eftir brandara um andlát Kobe Bryant Sylvía Hall skrifar 29. janúar 2020 21:21 Ari Shaffir. Vísir/Getty Uppistandsklúbburinn The New York Comedy Club hefur tilkynnt lögreglu um morðhótanir sem aðstandendum staðarins hafa borist í kjölfar brandara sem uppistandarinn Ari Shaffir birti á Twitter-síðu sinni. Shaffir átti að koma fram á staðnum á þriðjudagskvöld en sýningu hans var aflýst eftir færslu hans um andlát körfuboltastjörnunnar. Í umræddri færslu mátti sjá myndband af Shaffir þar sem hann segir Bryant hafa dáið 23 árum of seint. Hann hafi komist upp með nauðgun því „frjálslynda fólkið í Hollywood sem ræðst fær meira út úr því að halda með Lakers en að fyrirlíta nauðganir“. „Lof til hetjunnar sem gleymdi að setja bensín á þyrluna. Ég hata Lakers. Frábær dagur,“ sagði Shaffir en Bryant lést í þyrluslysi á sunnudag. Shaffir birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem hann sagði myndbandið vera í takt við grín sem hann gerir í hvert skipti sem einhver frægur deyr. Þá rifji hann upp eitthvað hræðilegt sem viðkomandi hefur gert og birti það á netinu. „Ég hef gert þetta í mörg ár núna. Mér finnst gaman að eyðileggja guði. Og þegar fræg manneskja deyr nær dýrkunin hápunkti. Svo til þess að svara allri samkenndinni á samfélagsmiðlum birti ég eitthvað hræðilegt. Það er bara brandari. Ég hata ekki þetta fólk,“ sagði Shaffir og lýsti brandaranum sem „svörtum húmor“ sem aðdáendur hans kunna að meta. Þá bætti hann við að myndbandið hafi verið birt áður en hann vissi að börn voru á meðal þeirra sem fórust í þyrluslysinu. Á meðal hinna látnu var þrettán ára dóttir Bryant. Forsvarsmenn staðarins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með uppistandaranum í framtíðinni eftir atvikið. Þeir vildu þó ekki tjá sig frekar um málið í samtali við The Hollywood Reporter. Andlát Kobe Bryant Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Uppistandsklúbburinn The New York Comedy Club hefur tilkynnt lögreglu um morðhótanir sem aðstandendum staðarins hafa borist í kjölfar brandara sem uppistandarinn Ari Shaffir birti á Twitter-síðu sinni. Shaffir átti að koma fram á staðnum á þriðjudagskvöld en sýningu hans var aflýst eftir færslu hans um andlát körfuboltastjörnunnar. Í umræddri færslu mátti sjá myndband af Shaffir þar sem hann segir Bryant hafa dáið 23 árum of seint. Hann hafi komist upp með nauðgun því „frjálslynda fólkið í Hollywood sem ræðst fær meira út úr því að halda með Lakers en að fyrirlíta nauðganir“. „Lof til hetjunnar sem gleymdi að setja bensín á þyrluna. Ég hata Lakers. Frábær dagur,“ sagði Shaffir en Bryant lést í þyrluslysi á sunnudag. Shaffir birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem hann sagði myndbandið vera í takt við grín sem hann gerir í hvert skipti sem einhver frægur deyr. Þá rifji hann upp eitthvað hræðilegt sem viðkomandi hefur gert og birti það á netinu. „Ég hef gert þetta í mörg ár núna. Mér finnst gaman að eyðileggja guði. Og þegar fræg manneskja deyr nær dýrkunin hápunkti. Svo til þess að svara allri samkenndinni á samfélagsmiðlum birti ég eitthvað hræðilegt. Það er bara brandari. Ég hata ekki þetta fólk,“ sagði Shaffir og lýsti brandaranum sem „svörtum húmor“ sem aðdáendur hans kunna að meta. Þá bætti hann við að myndbandið hafi verið birt áður en hann vissi að börn voru á meðal þeirra sem fórust í þyrluslysinu. Á meðal hinna látnu var þrettán ára dóttir Bryant. Forsvarsmenn staðarins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með uppistandaranum í framtíðinni eftir atvikið. Þeir vildu þó ekki tjá sig frekar um málið í samtali við The Hollywood Reporter.
Andlát Kobe Bryant Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30
Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30