Spjallþáttastjórnandinn Ellen minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í vikunni.
Bæði létust þau í þyrluslysi á sunnudaginn skammt fyrir utan borgina Calabasas, sem er vestur af Los Angeles.
Ellen talaði fallega um körfuboltamanninn og sýndi því næst eftirminnileg augnablik úr þættinum.
Kobe Bryant átti það til að mæta óvænt í heimsókn og koma gestum á óvart eins og sjá má hér að neðan.