Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 06:05 Fjallið Þorbjörn sést hér fyrir miðri mynd en það er skammt frá Grindavík. vísir/arnar Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. Þá mældist hinn tæpum hálftíma síðar eða klukkan 04:59 og var hann 3,2 að stærð. Sá fyrri mældist 1,9 kílómetra norður af Grindavík og sá síðari 1,5 kílómetra norður af Grindavík. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenju hratt landris hefur verið á svæðinu undir Þorbirni sem vísindamenn telja að sé líklegast tilkomið vegna kvikusöfnunar sem geti verið undanfari eldgoss. Grannt er fylgst með svæðinu af vísindamönnum og hefur meðal annars verið komið upp fleiri mælitækjum á Þorbirni til að hægt sé að fylgjast betur með því hvað er að gerast. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á milli tuttugu til þrjátíu skjálftar hafi mælst á svæðinu frá miðnætti en þeir hafi allir verið minni en þessir tveir sem mældust á milli hálffimm og fimm; flestir undir tveimur og margir um einn. Hann segir fjölda tilkynninga hafi borist um að íbúar í Grindavík sem og Reykjanesbæ hafi fundið fyrir stærri skjálftunum tveimur. „Það er eins og skjálftarnir lendi á svæðinu á milli Grindavíkur og Þorbjörns þannig að þeir eru svolítið nær bænum núna þannig að auðvitað finnur fólk fyrir þessum skjálftum og er eflaust órólegt,“ segir Bjarki. Aðspurður hvort þessir skjálftar séu merki um að eitthvað sé að gerast eða hvort þetta sé eðlilegt eins og ástandið er nú segir Bjarki þetta hegðunina á svæðinu þegar það er landris. „Svo er einhver orka búin að safnast upp eflaust sem losnar í skjálftunum sem komu núna. En það eru engin merki um gosóróa eða neitt slíkt,“ segir Bjarki.Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. Þá mældist hinn tæpum hálftíma síðar eða klukkan 04:59 og var hann 3,2 að stærð. Sá fyrri mældist 1,9 kílómetra norður af Grindavík og sá síðari 1,5 kílómetra norður af Grindavík. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenju hratt landris hefur verið á svæðinu undir Þorbirni sem vísindamenn telja að sé líklegast tilkomið vegna kvikusöfnunar sem geti verið undanfari eldgoss. Grannt er fylgst með svæðinu af vísindamönnum og hefur meðal annars verið komið upp fleiri mælitækjum á Þorbirni til að hægt sé að fylgjast betur með því hvað er að gerast. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á milli tuttugu til þrjátíu skjálftar hafi mælst á svæðinu frá miðnætti en þeir hafi allir verið minni en þessir tveir sem mældust á milli hálffimm og fimm; flestir undir tveimur og margir um einn. Hann segir fjölda tilkynninga hafi borist um að íbúar í Grindavík sem og Reykjanesbæ hafi fundið fyrir stærri skjálftunum tveimur. „Það er eins og skjálftarnir lendi á svæðinu á milli Grindavíkur og Þorbjörns þannig að þeir eru svolítið nær bænum núna þannig að auðvitað finnur fólk fyrir þessum skjálftum og er eflaust órólegt,“ segir Bjarki. Aðspurður hvort þessir skjálftar séu merki um að eitthvað sé að gerast eða hvort þetta sé eðlilegt eins og ástandið er nú segir Bjarki þetta hegðunina á svæðinu þegar það er landris. „Svo er einhver orka búin að safnast upp eflaust sem losnar í skjálftunum sem komu núna. En það eru engin merki um gosóróa eða neitt slíkt,“ segir Bjarki.Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15