Vilja skoða niðurgreiðslu flugferða ungs fólks milli Íslands, Grænlands og Færeyja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 20:00 Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“ Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“
Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira