Vilja skoða niðurgreiðslu flugferða ungs fólks milli Íslands, Grænlands og Færeyja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 20:00 Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“ Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“
Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira