Bóndakúr Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 24. janúar 2020 09:00 Að jólahátíðinni afstaðinni finnst okkur mörgum að eftir nokkurra vikna marineringu í lífsins lystisemdum, með söru í annarri hendi og nóa í hinni og jafnvel jólabland á kantinum, sé kominn tími til að þurrka rauðvínssósuna af efri vörinni og svitna út syndunum. Matarplön og bækur um mismunandi hollustumataræði seljast í bílförmum og öll verðum við sérfræðingar í léttum vegan-réttum, lágkolvetna og ketó svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma fyllast líkamsræktarstöðvarnar af Íslendingum með háleit markmið. Samkvæmt viðtölum við þekktustu einkaþjálfara landsins fer svo að fækka í hópnum upp úr miðjum janúar og um þetta leyti árs er aðgengi að hlaupabrettum landsins orðið svipað og á venjulegum októberþriðjudegi. Í sumum tilfellum er nýja matarplanið líka gleymt og grafið. Það er synd því um þessar mundir fyllast kæliborð verslana af frábærum matarkosti fyrir lkl-ara og ketó-fólk en ýmis þorramatur s.s. lundabaggar, bringukollar, sviðasulta og hrútspungar passa vel inn í slíkt mataræði. Þrjár fyrst nefndu matartegundirnar eru bæði fitu- og próteinríkar en án kolvetna og hrútspungar einstaklega próteinríkir. Þessar afurðir okkar sauðfjárbænda eru auk þess stútfullar af mörgum vítamínum, steinefnum og amínósýrum sem eru okkur mannfólkinu nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Má þar til dæmis nefna að það er heilmikið magnesíum í súrsuðum hrútspungum og sviðasulta er mjög járnrík. Slátrið, sem margir tengja líka þorranum, hentar síður fólki á lágkolvetnakúrum þar sem í því er mjöl. Lifrarpylsa og blóðmör ætti hins vegar að vera hluti af fjölbreyttu fæði allra vegna þess hversu ríkt það er af fjölbreyttum næringarefnum og er hvort tveggja ofurfæða. Fyrir þau sem kunna að meta súrsuðu útgáfuna af okkar frábæru afurðum má nefna að súrsunarferlinu fylgja miklir kostir en súrsunin eykur meltanleika og næringargildi matarins. Sýrður matur fer vel í maga og sýringin varðveitir vel t.d. B-vítamín og önnur vítamín og næringarefni í matnum. En þá er ekki allt talið því kalk og önnur næringarefni úr mysunni síast inn í súrmatinn og gera hann enn hollari súran en ósúran. Fyrir þá sem ekki neyta dýraafurða eða ætla að framlengja „veganúar“ inn í þorrann má nefna að Hótel Saga, sem leggur áherslu á íslensk hráefni, býður í fyrsta sinn til vegan blóts. Bóndakúr snýst þó ekki bara um hollt mataræði. Á hverjum degi stunda bændur um allt land holla hreyfingu við að fóðra sínar skepnur og önnur verk sem fylgja því að reka búið. Eins fylgir starfinu mikil og góð útivist. Á þorranum bæta bændur svo dansi við hreyfinguna og sækja þorrablót hver í sinni sveit til að hlæja að sjálfum sér og kannski ennþá frekar að nágrannanum. Þannig næst rækt í sálina jafnt og líkamann. Ég hvet ykkur til að halda áramótaheitið út aðeins lengur og heilsa þorranum með því að detta í bóndakúr með hollum þjóðlegum mat, hollri hreyfingu og hlátri. Ég óska ykkur öllum gleðilegs þorra. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Vegan Þorrablót Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að jólahátíðinni afstaðinni finnst okkur mörgum að eftir nokkurra vikna marineringu í lífsins lystisemdum, með söru í annarri hendi og nóa í hinni og jafnvel jólabland á kantinum, sé kominn tími til að þurrka rauðvínssósuna af efri vörinni og svitna út syndunum. Matarplön og bækur um mismunandi hollustumataræði seljast í bílförmum og öll verðum við sérfræðingar í léttum vegan-réttum, lágkolvetna og ketó svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma fyllast líkamsræktarstöðvarnar af Íslendingum með háleit markmið. Samkvæmt viðtölum við þekktustu einkaþjálfara landsins fer svo að fækka í hópnum upp úr miðjum janúar og um þetta leyti árs er aðgengi að hlaupabrettum landsins orðið svipað og á venjulegum októberþriðjudegi. Í sumum tilfellum er nýja matarplanið líka gleymt og grafið. Það er synd því um þessar mundir fyllast kæliborð verslana af frábærum matarkosti fyrir lkl-ara og ketó-fólk en ýmis þorramatur s.s. lundabaggar, bringukollar, sviðasulta og hrútspungar passa vel inn í slíkt mataræði. Þrjár fyrst nefndu matartegundirnar eru bæði fitu- og próteinríkar en án kolvetna og hrútspungar einstaklega próteinríkir. Þessar afurðir okkar sauðfjárbænda eru auk þess stútfullar af mörgum vítamínum, steinefnum og amínósýrum sem eru okkur mannfólkinu nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Má þar til dæmis nefna að það er heilmikið magnesíum í súrsuðum hrútspungum og sviðasulta er mjög járnrík. Slátrið, sem margir tengja líka þorranum, hentar síður fólki á lágkolvetnakúrum þar sem í því er mjöl. Lifrarpylsa og blóðmör ætti hins vegar að vera hluti af fjölbreyttu fæði allra vegna þess hversu ríkt það er af fjölbreyttum næringarefnum og er hvort tveggja ofurfæða. Fyrir þau sem kunna að meta súrsuðu útgáfuna af okkar frábæru afurðum má nefna að súrsunarferlinu fylgja miklir kostir en súrsunin eykur meltanleika og næringargildi matarins. Sýrður matur fer vel í maga og sýringin varðveitir vel t.d. B-vítamín og önnur vítamín og næringarefni í matnum. En þá er ekki allt talið því kalk og önnur næringarefni úr mysunni síast inn í súrmatinn og gera hann enn hollari súran en ósúran. Fyrir þá sem ekki neyta dýraafurða eða ætla að framlengja „veganúar“ inn í þorrann má nefna að Hótel Saga, sem leggur áherslu á íslensk hráefni, býður í fyrsta sinn til vegan blóts. Bóndakúr snýst þó ekki bara um hollt mataræði. Á hverjum degi stunda bændur um allt land holla hreyfingu við að fóðra sínar skepnur og önnur verk sem fylgja því að reka búið. Eins fylgir starfinu mikil og góð útivist. Á þorranum bæta bændur svo dansi við hreyfinguna og sækja þorrablót hver í sinni sveit til að hlæja að sjálfum sér og kannski ennþá frekar að nágrannanum. Þannig næst rækt í sálina jafnt og líkamann. Ég hvet ykkur til að halda áramótaheitið út aðeins lengur og heilsa þorranum með því að detta í bóndakúr með hollum þjóðlegum mat, hollri hreyfingu og hlátri. Ég óska ykkur öllum gleðilegs þorra. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar