Brexit og tollkvótar Sigmar Vilhjálmsson skrifar 23. janúar 2020 16:00 Forsendubrestur Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. Markaðssvæði Evrópusambandsins er 513 milljónir manna. Útganga Bretlands þýðir að 66-67 milljónir manna eru ekki lengur hluti af þessu markaðssvæði. Það þýðir að með útgöngu Breta hefur markaðssvæðið sem samningurinn nær yfir minnkað með einu pennastriki um 13%. Þessi mikli munur er klár forsendubrestur þeirra tollasamninga sem eru í gildi. Samningur við Breta Búið er að leggja drög að samningum við Breta um inn- og útflutning í ljósi stöðunnar en ekkert hefur heyrst um endurupptöku á samningum við Evrópusambandið í ljósi þessara miklu breytinga á markaðssvæði ESB. Samningurinn við Breta kveður á um inn- og útflutning á vörum á milli landanna í ljósi Brexit. Þannig verður engin breyting á gildandi tollum, né heldur tollalausum viðskiptum iðnaðarvara. Þá verða kvótar fyrir tollfrjáls viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir einnig óbreyttir. Það þýðir að búið er að gera samninga um aukin innflutning ofan á þá tollasamninga sem í gildi eru án þess að hafa á sama tíma lækkað það magn sem flytja má inn frá Evrópusambandinu. Til upprifjunar þá kveða tollasamningar okkar við Evrópusambandið á um að við fáum að flytja út 0,17 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn í Evrópu á meðan Evrópusambandið má flytja inn 11,2 kg. af landbúnaðarvörum til Íslands. Tollasamningurinn sem er í gildi er með öllu óháður afurðaverðmætum og í ljósi þess að ekkert hefur orðið af útrás mjólkurafurða, eins og samningurinn gerði ráð fyrir, þá hefur af þessum samningi hlotist gríðarlegur viðskiptahalli. Er því full ástæða fyrir Íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á grundvelli forsendubrests. Nýir samningar Nýir tollasamningar við Evrópusambandið ættu að vera í eðlilegra hlutfalli á milli markaðssvæða, hvort sem það væri útfrá afurðarverðmætum eða magni. Ef við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við megum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla en ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja 5.725.621 tonn til Evrópu en ekki bara 8.800 tonn. Nýr samningur, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum framleiðendum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Slíkt er til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda, á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Utanríkismál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Forsendubrestur Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. Markaðssvæði Evrópusambandsins er 513 milljónir manna. Útganga Bretlands þýðir að 66-67 milljónir manna eru ekki lengur hluti af þessu markaðssvæði. Það þýðir að með útgöngu Breta hefur markaðssvæðið sem samningurinn nær yfir minnkað með einu pennastriki um 13%. Þessi mikli munur er klár forsendubrestur þeirra tollasamninga sem eru í gildi. Samningur við Breta Búið er að leggja drög að samningum við Breta um inn- og útflutning í ljósi stöðunnar en ekkert hefur heyrst um endurupptöku á samningum við Evrópusambandið í ljósi þessara miklu breytinga á markaðssvæði ESB. Samningurinn við Breta kveður á um inn- og útflutning á vörum á milli landanna í ljósi Brexit. Þannig verður engin breyting á gildandi tollum, né heldur tollalausum viðskiptum iðnaðarvara. Þá verða kvótar fyrir tollfrjáls viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir einnig óbreyttir. Það þýðir að búið er að gera samninga um aukin innflutning ofan á þá tollasamninga sem í gildi eru án þess að hafa á sama tíma lækkað það magn sem flytja má inn frá Evrópusambandinu. Til upprifjunar þá kveða tollasamningar okkar við Evrópusambandið á um að við fáum að flytja út 0,17 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn í Evrópu á meðan Evrópusambandið má flytja inn 11,2 kg. af landbúnaðarvörum til Íslands. Tollasamningurinn sem er í gildi er með öllu óháður afurðaverðmætum og í ljósi þess að ekkert hefur orðið af útrás mjólkurafurða, eins og samningurinn gerði ráð fyrir, þá hefur af þessum samningi hlotist gríðarlegur viðskiptahalli. Er því full ástæða fyrir Íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á grundvelli forsendubrests. Nýir samningar Nýir tollasamningar við Evrópusambandið ættu að vera í eðlilegra hlutfalli á milli markaðssvæða, hvort sem það væri útfrá afurðarverðmætum eða magni. Ef við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við megum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla en ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja 5.725.621 tonn til Evrópu en ekki bara 8.800 tonn. Nýr samningur, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum framleiðendum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Slíkt er til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda, á Íslandi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar