Innlent

Án atvinnuréttinda með 25 ferðamenn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hópur ferðamanna í Bláa lóninu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hópur ferðamanna í Bláa lóninu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðustu helgi tvo erlenda karlmenn sem voru að störfum sem leiðsögumenn en höfðu ekki atvinnuréttindi hér á landi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að annar maðurinn hafi komið til landsins með 25 manna hóp ferðamanna. Hinn er sagður hafa átt að vera honum til aðstoðar þar sem hann talaði ekki ensku.

Mönnunum var sleppt að skýrslutöku lokinni, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×