Flýttu þér hægt Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 08:30 Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun