Hyggjast stofna starfshóp um ræktun iðnaðarhamps Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:32 Ráðherrarnir tveir hafa rætt málið sín á milli og vonast til að geta myndað starfshóp í þessari viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur. Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur.
Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira