Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 11:54 Lögreglubíll í forgangsakstri á Snorrabraut. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir verkferla skýra þegar hringt er vegna manneskju í geðrofsástandi. vísir/arnar Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. Í Kompás í gær var fjallað um mál Heklu Lindar, ungrar konu sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að öllum verkferlum hafi verið fylgt. Inntur eftir nánari skýringum á verklaginu segir hann það vera skýrt og niðurnjörvað. Þróað allt frá stofnun Neyðarlínunnar í samstarfi við bráðalækni og lögreglu. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang og því hefur ekki verið breytt í gegnum tíðina," segir Tómas. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir verklagið mjög einkennilegt. „Mér finnst þetta lýsa ákveðnum fordómum fyrir stöðu einstaklinga. Mér finnst þetta lýsa ákveðinni skiptingu í hópa. Fólk sem er veikt, það getur ekki verið rétt að senda þurfi einhvern til að meta veikindin," segir Grímur. „Það er ástæða fyrir því að við erum með sjúkrabíla, það er til að koma fólki undir læknishendur sem fyrst, og þar fer hið eiginlega mat fram. Hitt getur skilið á milli lífs og dauða," segir hann. Neyðarlínan segir ljóst af símtölum að á vettvangi hafi verið partíástand. „Hávaði og partíhljóð, þetta var bara ekki stöðugur vettvangur," segir Tómas. Hvers vegna hættið þið ekki sjúkrabíl og sjúkraliðum í þessar aðstæður? „Þeir hafa engar heimildir til að bregðast við með öðru en læknandi meðferð," segir Tómas. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir verklagið í stöðugri endurskoðun. „Við erum með teymi í því og erum með samvinnufundi í hverri einustu viku með okkar umsjónarlækni og breytum því eins og skynsemin kallar eftir. Þetta hefur verið skoðað reglulega og það hefur ekki breytt niðurstöðunni hvað þetta varðar," segir Tómas. Grímur telur að breyta þurfi fyrstu viðbrögðum í þessum málum. „Ef einstaklingur er í geðrofsástandi á geðdeild er teymi þar sem er sérþjálfað til að takast á við slíkt ástand. Þar er öðrum brögðum beitt," segir hann. „Ég vil gjarnan að þetta svokallaða verklag Neyðarlínunnar verði bara skoðað, og að það verði gert með fólki sem hefur vit á málinu," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. Í Kompás í gær var fjallað um mál Heklu Lindar, ungrar konu sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að öllum verkferlum hafi verið fylgt. Inntur eftir nánari skýringum á verklaginu segir hann það vera skýrt og niðurnjörvað. Þróað allt frá stofnun Neyðarlínunnar í samstarfi við bráðalækni og lögreglu. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang og því hefur ekki verið breytt í gegnum tíðina," segir Tómas. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir verklagið mjög einkennilegt. „Mér finnst þetta lýsa ákveðnum fordómum fyrir stöðu einstaklinga. Mér finnst þetta lýsa ákveðinni skiptingu í hópa. Fólk sem er veikt, það getur ekki verið rétt að senda þurfi einhvern til að meta veikindin," segir Grímur. „Það er ástæða fyrir því að við erum með sjúkrabíla, það er til að koma fólki undir læknishendur sem fyrst, og þar fer hið eiginlega mat fram. Hitt getur skilið á milli lífs og dauða," segir hann. Neyðarlínan segir ljóst af símtölum að á vettvangi hafi verið partíástand. „Hávaði og partíhljóð, þetta var bara ekki stöðugur vettvangur," segir Tómas. Hvers vegna hættið þið ekki sjúkrabíl og sjúkraliðum í þessar aðstæður? „Þeir hafa engar heimildir til að bregðast við með öðru en læknandi meðferð," segir Tómas. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir verklagið í stöðugri endurskoðun. „Við erum með teymi í því og erum með samvinnufundi í hverri einustu viku með okkar umsjónarlækni og breytum því eins og skynsemin kallar eftir. Þetta hefur verið skoðað reglulega og það hefur ekki breytt niðurstöðunni hvað þetta varðar," segir Tómas. Grímur telur að breyta þurfi fyrstu viðbrögðum í þessum málum. „Ef einstaklingur er í geðrofsástandi á geðdeild er teymi þar sem er sérþjálfað til að takast á við slíkt ástand. Þar er öðrum brögðum beitt," segir hann. „Ég vil gjarnan að þetta svokallaða verklag Neyðarlínunnar verði bara skoðað, og að það verði gert með fólki sem hefur vit á málinu," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30