Ráðherra segir málefni barna hafa setið á hakanum Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 11:30 Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. stjórnarráðið Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent