Innlent

Bein útsending: Háskólinn og heimsmarkmiðin - nýsköpun og uppbygging

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fyrirlesarar verða Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Fyrirlesarar verða Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Farið verður ofan í saumana á níunda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðana, sem snýr að nýsköpun og styrkingu innviða, á morgunverðarfundi í Háskóla Íslands í dag. Streymt verður beint af fundinum hér á Vísi.

Fyrirlesarar verða Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Fundurinn hefst klukkan 8:45 og stendur til klukkan 10 í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru sautján og lýsa helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir. Eins og áður segir snýr níunda markmiðið að nýsköpun og uppbyggingu – og hvetur þjóðir heims jafnframt til að leggja áherslu á nýsköpun og rannsóknir, að breyta innviðum og stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu.

Fundurinn í dag er sá þriðji sem haldinn er undir merkjum viðburðaraðarinnar Háskólinn og heimsmarkmiðin. Viðburðaröðin er haldin í samvinnu við Stjórnarráðið.

Hér að neðan má horfa á beint streymi af fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×