Dagskráin: Fótboltaveisla frá Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 06:00 Tekst Ole að koma Man Utd í úrslit Evrópudeildarinnar? vísir/getty Fótboltaveislan heldur áfram á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en alls eru fimm leikir í beinni útsendingu í dag. Við sýnum tvo leiki í Pepsi Max deild karla í dag. HK fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kórinn. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur í dag. Gestirnir úr Grafarvogi eru enn í leit að sínum fyrsta sigri og þá þurfa HK-ingar sigur til að koma sér frá fallsvæðinu. HK er sem stendur með átta stig, tveimur meira en Grótta sem situr í fallsæti. Fjölnismenn eru svo neðstir með þrjú stig. Í síðari leik dagsins mætast Víkingur og Breiðablik. Tvö lið sem vilja spila áferðafallegan fótbolta og hafa gert það með misgóðum árangri í sumar. Það má samt sem áður reikna með hörkuleik á gervigrasinu í Víkinni. Blikar sitja í 6. sæti með 14 stig og geta því jafnað bæði KR og FH að stigum með sigri. Þá eru Víkingar sæti neðar með 13 stig og myndu hoppa upp í 5. sætið með sigri í dag. Eftir síðari leik dagsins verða Pepsi Max Tilþrifin í beinni útsendingu. Að venju er það Kjartan Atli Kjartansson sem er umsjónarmaður þáttarins. Stöð 2 Sport 2 Leikur Manchester United og Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er á dagskrá klukkan 19:00. Reikna má með hörkuleik en Man Utd á harma að hefna eftir að Sevilla sló þá út úr Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Stöð 2 Sport 3 Leikur Eskilstuna og Piteå í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í dag. Aðeins einu sæti og einu stigi munar á liðunum í töflunni og því má búast við hörkuleik. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna verður einnig í beinni útsendingu. Reikna má með hörkuleik en aðeins þrjú stig eru á milli liðanna þó þau séu í 8. og 5. sæti deildarinnar. Sigur myndi koma Stjörnunni af hættusvæðinu, í bili, og að sama skapi draga Þór/KA niður í fallbaráttuna. Hér má sjá dagsrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása. Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Evrópudeild UEFA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Fótboltaveislan heldur áfram á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en alls eru fimm leikir í beinni útsendingu í dag. Við sýnum tvo leiki í Pepsi Max deild karla í dag. HK fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kórinn. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur í dag. Gestirnir úr Grafarvogi eru enn í leit að sínum fyrsta sigri og þá þurfa HK-ingar sigur til að koma sér frá fallsvæðinu. HK er sem stendur með átta stig, tveimur meira en Grótta sem situr í fallsæti. Fjölnismenn eru svo neðstir með þrjú stig. Í síðari leik dagsins mætast Víkingur og Breiðablik. Tvö lið sem vilja spila áferðafallegan fótbolta og hafa gert það með misgóðum árangri í sumar. Það má samt sem áður reikna með hörkuleik á gervigrasinu í Víkinni. Blikar sitja í 6. sæti með 14 stig og geta því jafnað bæði KR og FH að stigum með sigri. Þá eru Víkingar sæti neðar með 13 stig og myndu hoppa upp í 5. sætið með sigri í dag. Eftir síðari leik dagsins verða Pepsi Max Tilþrifin í beinni útsendingu. Að venju er það Kjartan Atli Kjartansson sem er umsjónarmaður þáttarins. Stöð 2 Sport 2 Leikur Manchester United og Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er á dagskrá klukkan 19:00. Reikna má með hörkuleik en Man Utd á harma að hefna eftir að Sevilla sló þá út úr Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Stöð 2 Sport 3 Leikur Eskilstuna og Piteå í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í dag. Aðeins einu sæti og einu stigi munar á liðunum í töflunni og því má búast við hörkuleik. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna verður einnig í beinni útsendingu. Reikna má með hörkuleik en aðeins þrjú stig eru á milli liðanna þó þau séu í 8. og 5. sæti deildarinnar. Sigur myndi koma Stjörnunni af hættusvæðinu, í bili, og að sama skapi draga Þór/KA niður í fallbaráttuna. Hér má sjá dagsrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása. Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Evrópudeild UEFA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira