Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2020 13:00 Jón Kristinn ræðir við Hall um The Vulture´s Lair en sambönd þeirra meðal breskra Brexitsinna mun að öllum líkindum koma íslenska hópnum í innsta hring. Heldur minni hópur Íslendinga en að var stefnt er farinn utan til Englands til að fagna með Bretum þegar þeir ganga með formlegum hætti úr Evrópusambandinu í kvöld klukkan 23. Boðað var til ferðarinnar fyrir nokkru, skipulögð af Heimsýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þegar upp var staðið stendur hópurinn ekki saman af nema 12 til 15 mönnum. Fámennt, en góðmennt eins og sagt er því þarna mun gleðin verða við völd. Heldur betur. Enda um heimssögulegan viðburð að ræða. Komast í innsta hring vegna sambanda Halls Vísir ræddi við einn foringja hópsins, Gunnlaug Ingvarsson stjórnarmann í Heimssýn og formann Frelsisflokksins, fyrir nokkru í tilefni ferðarinnar og var mikill hugur í honum. Fararstjóri er Hallur Hallsson fréttamaður sem að sögn Gunnlaugs er mikill sérfræðingur í Evrópusambandinu sem og breskum stjórnmálum. Honum verður svo innan handar Jón Kristinn Snæhólm stjórmálafræðingur en hann er einnig sérfróður um bresk stjórnmál. Gunnlaugur Ingvarsson er kominn til London þar sem hann og félagar ætla að fagna innilega með breskum skoðanabræðrum því að Bretland sé að fara úr Evrópusambandinu.visir/vilhelm Telja verður það vel til fundið að fá þá Hall og Jón Kristinn til að leiða hópinn en Hallur skrifaði einmitt bók um Evrópusambandið, Vulture´s Lair, og var útkomu bókarinnar fagnað sérstaklega einmitt í London. „Já, í Westminster,“ segir Gunnlaugur sem sér fyrir sér að sambönd þeirra Halls og Jóns Kristins muni verða til þess að hópurinn komist jafnvel í innsta hring Brexitsinna og í gleðskap í þeim ranni sem væntanlega hömlulaus.Hér neðar má sjá frá útgáfuveislu þegar bók Halls var fagnað í London með mikilli viðhöfn. Sjónarmið Halls hafa orðið ofan á í Bretlandi. Munu lyfta einni bjórkönnu eða tveimur Auk þeirra tveggja og Gunnlaugs verður svo formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, í hópnum. Hópurinn fór utan í gær og snýr aftur 2. febrúar. Gist er á Grand Hotel við Hyde Park. Dagskrá ferðarinnar er svo tíunduð á heimasíðu Heimssýnar. „Gunnlaugur segir að Váfugli, bók Halls sem einnig var gefin út á ensku, hafi verið sérlega vel tekið á Bretlandi. „Sérstakalega af þeim sem voru skeptískir. Hún vakti mikla athygli í pólitíkinni þegar hún var gefin út og hann hefur mikil sambönd. Við fáum að komast inn í allskonar partí sem þeir halda. Við komum til með að skoða þinghúsið og förum að stalli W. Churchills. Þetta verður mikil menningareisa,“ segir Gunnlaugur. Og hann segir að áreiðanlega verð stungið úr einni bjórkönnu eða svo við þetta tækifæri. Þetta er partí. Þá segir Gunnlaugur að nokkur spenna ríki um hvort klukkum Big Ben verði hringt þegar útgangan verður formleg, líkt og var gert í lok seinni heimstyrjaldar. En einhverjar viðgerðir hafa staðið yfir á Big Ben.Hér neðar má svo sjá viðtal Jóns Kristins við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair. Bretland Brexit Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Heldur minni hópur Íslendinga en að var stefnt er farinn utan til Englands til að fagna með Bretum þegar þeir ganga með formlegum hætti úr Evrópusambandinu í kvöld klukkan 23. Boðað var til ferðarinnar fyrir nokkru, skipulögð af Heimsýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þegar upp var staðið stendur hópurinn ekki saman af nema 12 til 15 mönnum. Fámennt, en góðmennt eins og sagt er því þarna mun gleðin verða við völd. Heldur betur. Enda um heimssögulegan viðburð að ræða. Komast í innsta hring vegna sambanda Halls Vísir ræddi við einn foringja hópsins, Gunnlaug Ingvarsson stjórnarmann í Heimssýn og formann Frelsisflokksins, fyrir nokkru í tilefni ferðarinnar og var mikill hugur í honum. Fararstjóri er Hallur Hallsson fréttamaður sem að sögn Gunnlaugs er mikill sérfræðingur í Evrópusambandinu sem og breskum stjórnmálum. Honum verður svo innan handar Jón Kristinn Snæhólm stjórmálafræðingur en hann er einnig sérfróður um bresk stjórnmál. Gunnlaugur Ingvarsson er kominn til London þar sem hann og félagar ætla að fagna innilega með breskum skoðanabræðrum því að Bretland sé að fara úr Evrópusambandinu.visir/vilhelm Telja verður það vel til fundið að fá þá Hall og Jón Kristinn til að leiða hópinn en Hallur skrifaði einmitt bók um Evrópusambandið, Vulture´s Lair, og var útkomu bókarinnar fagnað sérstaklega einmitt í London. „Já, í Westminster,“ segir Gunnlaugur sem sér fyrir sér að sambönd þeirra Halls og Jóns Kristins muni verða til þess að hópurinn komist jafnvel í innsta hring Brexitsinna og í gleðskap í þeim ranni sem væntanlega hömlulaus.Hér neðar má sjá frá útgáfuveislu þegar bók Halls var fagnað í London með mikilli viðhöfn. Sjónarmið Halls hafa orðið ofan á í Bretlandi. Munu lyfta einni bjórkönnu eða tveimur Auk þeirra tveggja og Gunnlaugs verður svo formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, í hópnum. Hópurinn fór utan í gær og snýr aftur 2. febrúar. Gist er á Grand Hotel við Hyde Park. Dagskrá ferðarinnar er svo tíunduð á heimasíðu Heimssýnar. „Gunnlaugur segir að Váfugli, bók Halls sem einnig var gefin út á ensku, hafi verið sérlega vel tekið á Bretlandi. „Sérstakalega af þeim sem voru skeptískir. Hún vakti mikla athygli í pólitíkinni þegar hún var gefin út og hann hefur mikil sambönd. Við fáum að komast inn í allskonar partí sem þeir halda. Við komum til með að skoða þinghúsið og förum að stalli W. Churchills. Þetta verður mikil menningareisa,“ segir Gunnlaugur. Og hann segir að áreiðanlega verð stungið úr einni bjórkönnu eða svo við þetta tækifæri. Þetta er partí. Þá segir Gunnlaugur að nokkur spenna ríki um hvort klukkum Big Ben verði hringt þegar útgangan verður formleg, líkt og var gert í lok seinni heimstyrjaldar. En einhverjar viðgerðir hafa staðið yfir á Big Ben.Hér neðar má svo sjá viðtal Jóns Kristins við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair.
Bretland Brexit Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48
Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53