Fyrsta stiklan úr Steinda Con: „Heyrði sögur sem breyttu lífi mínu til frambúðar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2020 16:30 Þættirnir fara í loftið á Stöð 2 14.febrúar. Steinþór Hróar Steinþórsson fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 þann 14. febrúar og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim. „Tilgangur ferðarinnar hverju sinni er að komast að því hvers vegna umrædd hátíð sé til og hvers vegna fólk sækir þessar ráðstefnu árlega,“ segir Steindi. „Ég og flestir gestir mínir förum alveg fordómalaus á þessar hátíðir. Pælingin er að vera mjög opinn fyrir hátíðinni og leyfa sér að sogast inn í þetta. Prófa allt sem er í boði, hitta fólk og kynnast því. Svo má velta steinum yfir því hvort þetta sé fyrir mann eða ekki.“ Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna. Hann skellti sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims. Hræddur við tvennt og því varð Dóri DNA fyrir valinu Svo fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum. Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. „Dóri er hræddur við tvennt. Hann er sjúklega flughræddur og er hræddur við köngulær. Til að komast í lítinn bæ í Ástralíu sem heitir Winton þurftum við að fara í fjögur flug og það var gjörsamlega allt morandi í köngulóm,“ segir Steindi. Svo að lokum fer Steindi með kærustinni sinni Sigrúnu á FetishCon. „Þar eru bara hlutir sem ég sá og heyrði sögur sem breyttu lífi mínu til frambúðar, alls ekki til hins betra neitt.“ Skot framleiðir þættina og Ragnar Hansson leikstýrir en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna. Bíó og sjónvarp Steinda Con Mest lesið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 þann 14. febrúar og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim. „Tilgangur ferðarinnar hverju sinni er að komast að því hvers vegna umrædd hátíð sé til og hvers vegna fólk sækir þessar ráðstefnu árlega,“ segir Steindi. „Ég og flestir gestir mínir förum alveg fordómalaus á þessar hátíðir. Pælingin er að vera mjög opinn fyrir hátíðinni og leyfa sér að sogast inn í þetta. Prófa allt sem er í boði, hitta fólk og kynnast því. Svo má velta steinum yfir því hvort þetta sé fyrir mann eða ekki.“ Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna. Hann skellti sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims. Hræddur við tvennt og því varð Dóri DNA fyrir valinu Svo fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum. Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. „Dóri er hræddur við tvennt. Hann er sjúklega flughræddur og er hræddur við köngulær. Til að komast í lítinn bæ í Ástralíu sem heitir Winton þurftum við að fara í fjögur flug og það var gjörsamlega allt morandi í köngulóm,“ segir Steindi. Svo að lokum fer Steindi með kærustinni sinni Sigrúnu á FetishCon. „Þar eru bara hlutir sem ég sá og heyrði sögur sem breyttu lífi mínu til frambúðar, alls ekki til hins betra neitt.“ Skot framleiðir þættina og Ragnar Hansson leikstýrir en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna.
Bíó og sjónvarp Steinda Con Mest lesið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira