Ein af stórstjörnum í Super Bowl á sunnudaginn vill keppa á Ólympíuleikunum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:00 Tyreek Hill er mögulega fljótasti leikmaður NFL-deildarinnar. Getty/Peter Aiken Tyreek Hill og félagar í Kansas City Chiefs eiga á sunnudagskvöldið möguleika á að vinna fyrsta NFL-titil félagsins í fimmtíu ár. Hinn eldsnöggi Tyreek Hill er einn af lykilmönnum liðsins en það eru fáir fljótari í NFL-deildnini en þessi 25 ára gamli útherji Kansas City Chiefs. Tyreek Hill er svo fljótur að hann er kallaður „Blettatígurinn“ í NFL-heiminum. Það er hins vegar ekki nóg fyrir Tyreek Hill að vinna bara NFL-titilinn á þessu ári því hann vill líka komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Tyreek Hill says he wants to try out for the US Olympic team if he’s healthy after the Super Bowl. This was Cheetah’s speed in HIGH SCHOOL @brgridiron (via @thecheckdown)pic.twitter.com/H6kdk512x9— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2020 „Ef ég verð heill eftir tímabilið og hugurinn á réttum stað þá langar mig að vinna mér sæti í Ólympíuliðinu,“ sagði Tyreek Hill í viðtali við David Smith á Pro Football Talk. Tyreek Hill hefur gengið svo langt að skoða hvað hann þurfi að gera til þess að komast með á Ólympíuleikanna. Leikarnir fara fram í Japan 24. júlí til 9. ágúst. Tyreek Hill segist hins vegar þurfa að létta sig ætli hann að keppa á Ólympíuleikunum. Tyreek Hill says he wants to try out for the Olympics https://t.co/6fxSnsoAUV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) January 29, 2020 „Vandamálið er að ég er 88 kíló í núna. Þegar ég var í menntaskóla og hljóp 100 metrana á 9,9 sekúndum þá var ég bara 79 kíló. Ég gæti því þurft að breyta öllu mataræðinu mínu en það hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er í dag,“ sagði Hill. Það eru fáir varnarmenn sem eiga roð í Tyreek Hill á sprettinum og hann er líklegur kandídat í að skora snertimörk í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Hann býr líka að því að Patrick Mahomes er að kasta á honum boltanum og tengdasonur Mosfellsbæjar á ekki í miklum vandræðum með að kasta langt. Tyreek Hill skoraði 7 snertimörk í 12 leikjum Chiefs í deildarkeppninni en á enn eftir að skora snertimark í úrslitakeppninni.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Tyreek Hill og félagar í Kansas City Chiefs eiga á sunnudagskvöldið möguleika á að vinna fyrsta NFL-titil félagsins í fimmtíu ár. Hinn eldsnöggi Tyreek Hill er einn af lykilmönnum liðsins en það eru fáir fljótari í NFL-deildnini en þessi 25 ára gamli útherji Kansas City Chiefs. Tyreek Hill er svo fljótur að hann er kallaður „Blettatígurinn“ í NFL-heiminum. Það er hins vegar ekki nóg fyrir Tyreek Hill að vinna bara NFL-titilinn á þessu ári því hann vill líka komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Tyreek Hill says he wants to try out for the US Olympic team if he’s healthy after the Super Bowl. This was Cheetah’s speed in HIGH SCHOOL @brgridiron (via @thecheckdown)pic.twitter.com/H6kdk512x9— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2020 „Ef ég verð heill eftir tímabilið og hugurinn á réttum stað þá langar mig að vinna mér sæti í Ólympíuliðinu,“ sagði Tyreek Hill í viðtali við David Smith á Pro Football Talk. Tyreek Hill hefur gengið svo langt að skoða hvað hann þurfi að gera til þess að komast með á Ólympíuleikanna. Leikarnir fara fram í Japan 24. júlí til 9. ágúst. Tyreek Hill segist hins vegar þurfa að létta sig ætli hann að keppa á Ólympíuleikunum. Tyreek Hill says he wants to try out for the Olympics https://t.co/6fxSnsoAUV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) January 29, 2020 „Vandamálið er að ég er 88 kíló í núna. Þegar ég var í menntaskóla og hljóp 100 metrana á 9,9 sekúndum þá var ég bara 79 kíló. Ég gæti því þurft að breyta öllu mataræðinu mínu en það hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er í dag,“ sagði Hill. Það eru fáir varnarmenn sem eiga roð í Tyreek Hill á sprettinum og hann er líklegur kandídat í að skora snertimörk í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Hann býr líka að því að Patrick Mahomes er að kasta á honum boltanum og tengdasonur Mosfellsbæjar á ekki í miklum vandræðum með að kasta langt. Tyreek Hill skoraði 7 snertimörk í 12 leikjum Chiefs í deildarkeppninni en á enn eftir að skora snertimark í úrslitakeppninni.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira