Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 12:15 Myndin er tekin fyrr í vikunni á tómum götum Wuhan-borgar. vísir/ap Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“