Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2020 11:50 Hildur Guðnadóttir hefur sópað að sér verðlaununum uppá síðkastið og nú gera menn fastlega ráð fyrir því að Óskarinn falli henni í skaut. Hildur Guðnadóttir tónlistarmaður er talin langlíklegust þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd til að hreppa hin eftirsóttu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin verða veitt 10. febrúar. Menn geta velt vöngum fram og til baka en þeir gantast ekki með peninga sína. Stuðullinn á Hildi á vefmálasíðunni Betsson er aðeins 1,3 sem þýðir með öðrum orðum að ef einhver veðjar á hana þúsund krónum þá fær sá hinn sami 1300 krónur til baka. Sem er ekki mikið hætti menn fé sínu í veðmálum. Til samanburðar þá er stuðullinn á Thomas Newman fyrir tónlist í 1917 3,5, Alexandre Desplat fyrir Litle Women 10, Rayndy Nyeman fyrir Marriage Story er með stuðulinn 25 og John Williams, þekktasti kvikmyndatónlistarhöfundur veraldar, fyrir tónlist í myndinni Star Wars The Rise of Skywalker með 40 í stuðul. Sem þýðir að menn telja afar ólíklegt að hann hreppi enn ein verðlaunin fyrir sitt framlag að þessu sinni. Nánast útilokað. Gott gengi Hildar á vettvangi verðlauna og viðurkenninga hefur verið með miklum ágætum að undanförnu, sannkölluð sigurganga. Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í Joker. Hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl í september í fyrra. Þá hlaut hún einnig verðlaun fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards. Svo eitthvað sé nefnt. Eins og margoft hefur komið fram; fari svo að Hildur hreppi Óskarinn verður hún fyrst Íslendinga til þess. Ef síða Betsson er skoðuð nánar, um líkur á Óskarsverðlaunum þá telja menn þar á bæ Jouquin Phoenix nánast öruggan með verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki (1,03 stuðull) og að 1917 hreppi titilinn Besta kvikmyndin (1,4 stuðull). Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónlistarmaður er talin langlíklegust þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd til að hreppa hin eftirsóttu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin verða veitt 10. febrúar. Menn geta velt vöngum fram og til baka en þeir gantast ekki með peninga sína. Stuðullinn á Hildi á vefmálasíðunni Betsson er aðeins 1,3 sem þýðir með öðrum orðum að ef einhver veðjar á hana þúsund krónum þá fær sá hinn sami 1300 krónur til baka. Sem er ekki mikið hætti menn fé sínu í veðmálum. Til samanburðar þá er stuðullinn á Thomas Newman fyrir tónlist í 1917 3,5, Alexandre Desplat fyrir Litle Women 10, Rayndy Nyeman fyrir Marriage Story er með stuðulinn 25 og John Williams, þekktasti kvikmyndatónlistarhöfundur veraldar, fyrir tónlist í myndinni Star Wars The Rise of Skywalker með 40 í stuðul. Sem þýðir að menn telja afar ólíklegt að hann hreppi enn ein verðlaunin fyrir sitt framlag að þessu sinni. Nánast útilokað. Gott gengi Hildar á vettvangi verðlauna og viðurkenninga hefur verið með miklum ágætum að undanförnu, sannkölluð sigurganga. Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í Joker. Hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl í september í fyrra. Þá hlaut hún einnig verðlaun fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards. Svo eitthvað sé nefnt. Eins og margoft hefur komið fram; fari svo að Hildur hreppi Óskarinn verður hún fyrst Íslendinga til þess. Ef síða Betsson er skoðuð nánar, um líkur á Óskarsverðlaunum þá telja menn þar á bæ Jouquin Phoenix nánast öruggan með verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki (1,03 stuðull) og að 1917 hreppi titilinn Besta kvikmyndin (1,4 stuðull).
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp