Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 11:06 Frá Grindavík en óvissustigs hefur verið lýst yfir vegna óvenjulegs landriss í grennd við bæinn. „Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57
Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54
Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56