Á eftir einum höfrungi kemur annar Konráð S. Guðjónsson skrifar 30. janúar 2020 09:30 Höfrungar eru einstaklega fallegar og tignarlegar skepnur sem mikið sjónarspil er að fylgjast með úti í náttúrunni. Aftur á móti eru tilraunir mannskepnunnar til að líkjast höfrungum og taka höfrungahlaup klaufalegar og langt frá því að vera tignarlegar. Enn verra er þegar fólk fer óafvitandi af stað í höfrungahlaup. Því miður virðist uppskrift að klassísku íslensku höfrungahlaupi í bígerð á vettvangi kjaraviðræðna Eflingar og Reykjavíkurborgar. Á kynningarfundi Eflingar um viðræðurnar sagði framkvæmdastjórinn „... það algjörlega innbyggt í þessa nálgun að hún felur ekki í sér neitt sem að heitið getur höfrungahlaup, launaskrið eða neitt slíkt“. Þessi nálgun sem þarna er vísað til felur í sér launahækkanir skv. lífskjarasamningnum en í ofanálag allt að 52.057 króna hækkun á mánuði auk hækkunar orlofs- og desemberuppbótar um samtals 425.491 krónur. Mun stöðugleiki á vinnumarkaði því standa af sér slíkar hækkanir eða eru höfrungar að birtast upp úr undirdjúpunum? Í fyrsta lagi er augljósara en að Ísland er eldfjallaeyja að þessar kröfur eru ekki í anda lífskjarasamningsins, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Með öllu er um að ræða heildarlaunahækkanir á mánuði allt að fjárhæð 177.514 til ársins 2019. Til samanburðar kveður lífskjarasamningurinn á um 91.167 króna launahækkanir á sama mælikvarða. Með öðrum orðum eru kröfur Eflingar um tvöfalt hærri en það sem lífskjarasamningurinn kveður á um – samningur sem með krónutöluhækkunum leggur sérstaka áherslu á lægstu laun. Í öðru lagi þýða kröfurnar, þegar allt er tekið til, að laun ósérhæfðs starfsfólks á leikskólum, sem hefur hvað mest verið rætt um, verða mjög nálægt launum leikskólakennara að óbreyttu. Í flokknum „störf við barnagæslu“ hjá Hagstofunni, þar sem ósérhæft starfsfólk á leikskólum fellur undir, voru neðri fjórðungsmörk heildarlauna (eða hjá þeim sem voru lægri en hjá 75% af hópnum) 319.000 krónur á mánuði árið 2018. Miðað við ofangreindar kröfur má ætla að þau laun verði um 497.000 krónur á mánuði eftir tvö ár, eða 56% hækkun á innan við fjórum árum. Til að setja það í samhengi voru heildarlaun leikskólakennara við neðri fjórðungsmörk 481.000 krónur – 16.000 krónum lægri laun en ósérhæfðir að óbreyttu. Það þarf ekki að kunna að leggja saman tvo og tvo heldur einn og einn til að sjá að leikskólakennarar, sem hafa mikla sérfræðiþekkingu eftir fimm ára háskólanám, munu sækjast eftir allverulegum launahækkunum. Hvað með stéttir sem bera sig saman við leikskólakennara? Miðgildi heildarlauna grunnskólakennara var um 50.000 krónum hærra en leikskólakennara árið 2018. Það má því ætla að grunnskólakennarar sætti sig ekki við að sitja eftir. Yrði það raunin myndu aðrar opinberar stéttir eins og háskólakennarar eða þær sem hafa svipuð laun horfa í kringum sig. Vertu óvelkomið höfrungahlaup. Jafnvel þó að tölurnar hér að framan séu ekki nákvæmar upp á krónu, sem er líklegt þar sem sá sem hér skrifar hefur enga aðkomu að samningunum, blasir stóra myndin við. Hafa skal líka í huga að langflestir landsmenn eru í grennd við meðallaun og árið 2018 var 80% fullvinnandi með heildarlaun á bilinu 411 til 1.083 þúsund krónur. Þannig myndu kröfur Eflingar að óbreyttu skjóta stórum hópi langt inn á þetta bil, en samt er fullyrt að það komi ekki af stað höfrungahlaupi. Deiluefnið er ekki hvort það sé vilji til að bæta kjör leikskólastarfsfólks eða þeirra lægstlaunuðu almennt – það vilja allir. Það er heldur enginn ágreiningur um hvort Efling eða önnur félög hafi tæknilega rétt á að setja fram sínar kröfur. Deiluefnið er hversu raunhæft það er án þess að sú góða viðleitni grafi undan sér með ósjálfbæru launaskriði sem bitnar á verðmætasköpuninni, sem aftur er uppspretta bættra kjara, þannig að allir tapi. Saga íslenska höfrungahlaupsins og dreifing launa landsmanna, að ógleymdu því að íslensk laun eru fremur jöfn og í hæstu hæðum í alþjóðlegu samhengi, sýna svart á hvítu að það er algjörlega innbyggt í nálgun Eflingar að hún grefur undan sjálfri sér og okkur öllum. Látum höfrunga um það að vera höfrungar, það fer okkur mannfólkinu illa. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Konráð S. Guðjónsson Verkföll 2020 Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Höfrungar eru einstaklega fallegar og tignarlegar skepnur sem mikið sjónarspil er að fylgjast með úti í náttúrunni. Aftur á móti eru tilraunir mannskepnunnar til að líkjast höfrungum og taka höfrungahlaup klaufalegar og langt frá því að vera tignarlegar. Enn verra er þegar fólk fer óafvitandi af stað í höfrungahlaup. Því miður virðist uppskrift að klassísku íslensku höfrungahlaupi í bígerð á vettvangi kjaraviðræðna Eflingar og Reykjavíkurborgar. Á kynningarfundi Eflingar um viðræðurnar sagði framkvæmdastjórinn „... það algjörlega innbyggt í þessa nálgun að hún felur ekki í sér neitt sem að heitið getur höfrungahlaup, launaskrið eða neitt slíkt“. Þessi nálgun sem þarna er vísað til felur í sér launahækkanir skv. lífskjarasamningnum en í ofanálag allt að 52.057 króna hækkun á mánuði auk hækkunar orlofs- og desemberuppbótar um samtals 425.491 krónur. Mun stöðugleiki á vinnumarkaði því standa af sér slíkar hækkanir eða eru höfrungar að birtast upp úr undirdjúpunum? Í fyrsta lagi er augljósara en að Ísland er eldfjallaeyja að þessar kröfur eru ekki í anda lífskjarasamningsins, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Með öllu er um að ræða heildarlaunahækkanir á mánuði allt að fjárhæð 177.514 til ársins 2019. Til samanburðar kveður lífskjarasamningurinn á um 91.167 króna launahækkanir á sama mælikvarða. Með öðrum orðum eru kröfur Eflingar um tvöfalt hærri en það sem lífskjarasamningurinn kveður á um – samningur sem með krónutöluhækkunum leggur sérstaka áherslu á lægstu laun. Í öðru lagi þýða kröfurnar, þegar allt er tekið til, að laun ósérhæfðs starfsfólks á leikskólum, sem hefur hvað mest verið rætt um, verða mjög nálægt launum leikskólakennara að óbreyttu. Í flokknum „störf við barnagæslu“ hjá Hagstofunni, þar sem ósérhæft starfsfólk á leikskólum fellur undir, voru neðri fjórðungsmörk heildarlauna (eða hjá þeim sem voru lægri en hjá 75% af hópnum) 319.000 krónur á mánuði árið 2018. Miðað við ofangreindar kröfur má ætla að þau laun verði um 497.000 krónur á mánuði eftir tvö ár, eða 56% hækkun á innan við fjórum árum. Til að setja það í samhengi voru heildarlaun leikskólakennara við neðri fjórðungsmörk 481.000 krónur – 16.000 krónum lægri laun en ósérhæfðir að óbreyttu. Það þarf ekki að kunna að leggja saman tvo og tvo heldur einn og einn til að sjá að leikskólakennarar, sem hafa mikla sérfræðiþekkingu eftir fimm ára háskólanám, munu sækjast eftir allverulegum launahækkunum. Hvað með stéttir sem bera sig saman við leikskólakennara? Miðgildi heildarlauna grunnskólakennara var um 50.000 krónum hærra en leikskólakennara árið 2018. Það má því ætla að grunnskólakennarar sætti sig ekki við að sitja eftir. Yrði það raunin myndu aðrar opinberar stéttir eins og háskólakennarar eða þær sem hafa svipuð laun horfa í kringum sig. Vertu óvelkomið höfrungahlaup. Jafnvel þó að tölurnar hér að framan séu ekki nákvæmar upp á krónu, sem er líklegt þar sem sá sem hér skrifar hefur enga aðkomu að samningunum, blasir stóra myndin við. Hafa skal líka í huga að langflestir landsmenn eru í grennd við meðallaun og árið 2018 var 80% fullvinnandi með heildarlaun á bilinu 411 til 1.083 þúsund krónur. Þannig myndu kröfur Eflingar að óbreyttu skjóta stórum hópi langt inn á þetta bil, en samt er fullyrt að það komi ekki af stað höfrungahlaupi. Deiluefnið er ekki hvort það sé vilji til að bæta kjör leikskólastarfsfólks eða þeirra lægstlaunuðu almennt – það vilja allir. Það er heldur enginn ágreiningur um hvort Efling eða önnur félög hafi tæknilega rétt á að setja fram sínar kröfur. Deiluefnið er hversu raunhæft það er án þess að sú góða viðleitni grafi undan sér með ósjálfbæru launaskriði sem bitnar á verðmætasköpuninni, sem aftur er uppspretta bættra kjara, þannig að allir tapi. Saga íslenska höfrungahlaupsins og dreifing launa landsmanna, að ógleymdu því að íslensk laun eru fremur jöfn og í hæstu hæðum í alþjóðlegu samhengi, sýna svart á hvítu að það er algjörlega innbyggt í nálgun Eflingar að hún grefur undan sjálfri sér og okkur öllum. Látum höfrunga um það að vera höfrungar, það fer okkur mannfólkinu illa. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar