Á eftir einum höfrungi kemur annar Konráð S. Guðjónsson skrifar 30. janúar 2020 09:30 Höfrungar eru einstaklega fallegar og tignarlegar skepnur sem mikið sjónarspil er að fylgjast með úti í náttúrunni. Aftur á móti eru tilraunir mannskepnunnar til að líkjast höfrungum og taka höfrungahlaup klaufalegar og langt frá því að vera tignarlegar. Enn verra er þegar fólk fer óafvitandi af stað í höfrungahlaup. Því miður virðist uppskrift að klassísku íslensku höfrungahlaupi í bígerð á vettvangi kjaraviðræðna Eflingar og Reykjavíkurborgar. Á kynningarfundi Eflingar um viðræðurnar sagði framkvæmdastjórinn „... það algjörlega innbyggt í þessa nálgun að hún felur ekki í sér neitt sem að heitið getur höfrungahlaup, launaskrið eða neitt slíkt“. Þessi nálgun sem þarna er vísað til felur í sér launahækkanir skv. lífskjarasamningnum en í ofanálag allt að 52.057 króna hækkun á mánuði auk hækkunar orlofs- og desemberuppbótar um samtals 425.491 krónur. Mun stöðugleiki á vinnumarkaði því standa af sér slíkar hækkanir eða eru höfrungar að birtast upp úr undirdjúpunum? Í fyrsta lagi er augljósara en að Ísland er eldfjallaeyja að þessar kröfur eru ekki í anda lífskjarasamningsins, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Með öllu er um að ræða heildarlaunahækkanir á mánuði allt að fjárhæð 177.514 til ársins 2019. Til samanburðar kveður lífskjarasamningurinn á um 91.167 króna launahækkanir á sama mælikvarða. Með öðrum orðum eru kröfur Eflingar um tvöfalt hærri en það sem lífskjarasamningurinn kveður á um – samningur sem með krónutöluhækkunum leggur sérstaka áherslu á lægstu laun. Í öðru lagi þýða kröfurnar, þegar allt er tekið til, að laun ósérhæfðs starfsfólks á leikskólum, sem hefur hvað mest verið rætt um, verða mjög nálægt launum leikskólakennara að óbreyttu. Í flokknum „störf við barnagæslu“ hjá Hagstofunni, þar sem ósérhæft starfsfólk á leikskólum fellur undir, voru neðri fjórðungsmörk heildarlauna (eða hjá þeim sem voru lægri en hjá 75% af hópnum) 319.000 krónur á mánuði árið 2018. Miðað við ofangreindar kröfur má ætla að þau laun verði um 497.000 krónur á mánuði eftir tvö ár, eða 56% hækkun á innan við fjórum árum. Til að setja það í samhengi voru heildarlaun leikskólakennara við neðri fjórðungsmörk 481.000 krónur – 16.000 krónum lægri laun en ósérhæfðir að óbreyttu. Það þarf ekki að kunna að leggja saman tvo og tvo heldur einn og einn til að sjá að leikskólakennarar, sem hafa mikla sérfræðiþekkingu eftir fimm ára háskólanám, munu sækjast eftir allverulegum launahækkunum. Hvað með stéttir sem bera sig saman við leikskólakennara? Miðgildi heildarlauna grunnskólakennara var um 50.000 krónum hærra en leikskólakennara árið 2018. Það má því ætla að grunnskólakennarar sætti sig ekki við að sitja eftir. Yrði það raunin myndu aðrar opinberar stéttir eins og háskólakennarar eða þær sem hafa svipuð laun horfa í kringum sig. Vertu óvelkomið höfrungahlaup. Jafnvel þó að tölurnar hér að framan séu ekki nákvæmar upp á krónu, sem er líklegt þar sem sá sem hér skrifar hefur enga aðkomu að samningunum, blasir stóra myndin við. Hafa skal líka í huga að langflestir landsmenn eru í grennd við meðallaun og árið 2018 var 80% fullvinnandi með heildarlaun á bilinu 411 til 1.083 þúsund krónur. Þannig myndu kröfur Eflingar að óbreyttu skjóta stórum hópi langt inn á þetta bil, en samt er fullyrt að það komi ekki af stað höfrungahlaupi. Deiluefnið er ekki hvort það sé vilji til að bæta kjör leikskólastarfsfólks eða þeirra lægstlaunuðu almennt – það vilja allir. Það er heldur enginn ágreiningur um hvort Efling eða önnur félög hafi tæknilega rétt á að setja fram sínar kröfur. Deiluefnið er hversu raunhæft það er án þess að sú góða viðleitni grafi undan sér með ósjálfbæru launaskriði sem bitnar á verðmætasköpuninni, sem aftur er uppspretta bættra kjara, þannig að allir tapi. Saga íslenska höfrungahlaupsins og dreifing launa landsmanna, að ógleymdu því að íslensk laun eru fremur jöfn og í hæstu hæðum í alþjóðlegu samhengi, sýna svart á hvítu að það er algjörlega innbyggt í nálgun Eflingar að hún grefur undan sjálfri sér og okkur öllum. Látum höfrunga um það að vera höfrungar, það fer okkur mannfólkinu illa. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Konráð S. Guðjónsson Verkföll 2020 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Höfrungar eru einstaklega fallegar og tignarlegar skepnur sem mikið sjónarspil er að fylgjast með úti í náttúrunni. Aftur á móti eru tilraunir mannskepnunnar til að líkjast höfrungum og taka höfrungahlaup klaufalegar og langt frá því að vera tignarlegar. Enn verra er þegar fólk fer óafvitandi af stað í höfrungahlaup. Því miður virðist uppskrift að klassísku íslensku höfrungahlaupi í bígerð á vettvangi kjaraviðræðna Eflingar og Reykjavíkurborgar. Á kynningarfundi Eflingar um viðræðurnar sagði framkvæmdastjórinn „... það algjörlega innbyggt í þessa nálgun að hún felur ekki í sér neitt sem að heitið getur höfrungahlaup, launaskrið eða neitt slíkt“. Þessi nálgun sem þarna er vísað til felur í sér launahækkanir skv. lífskjarasamningnum en í ofanálag allt að 52.057 króna hækkun á mánuði auk hækkunar orlofs- og desemberuppbótar um samtals 425.491 krónur. Mun stöðugleiki á vinnumarkaði því standa af sér slíkar hækkanir eða eru höfrungar að birtast upp úr undirdjúpunum? Í fyrsta lagi er augljósara en að Ísland er eldfjallaeyja að þessar kröfur eru ekki í anda lífskjarasamningsins, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Með öllu er um að ræða heildarlaunahækkanir á mánuði allt að fjárhæð 177.514 til ársins 2019. Til samanburðar kveður lífskjarasamningurinn á um 91.167 króna launahækkanir á sama mælikvarða. Með öðrum orðum eru kröfur Eflingar um tvöfalt hærri en það sem lífskjarasamningurinn kveður á um – samningur sem með krónutöluhækkunum leggur sérstaka áherslu á lægstu laun. Í öðru lagi þýða kröfurnar, þegar allt er tekið til, að laun ósérhæfðs starfsfólks á leikskólum, sem hefur hvað mest verið rætt um, verða mjög nálægt launum leikskólakennara að óbreyttu. Í flokknum „störf við barnagæslu“ hjá Hagstofunni, þar sem ósérhæft starfsfólk á leikskólum fellur undir, voru neðri fjórðungsmörk heildarlauna (eða hjá þeim sem voru lægri en hjá 75% af hópnum) 319.000 krónur á mánuði árið 2018. Miðað við ofangreindar kröfur má ætla að þau laun verði um 497.000 krónur á mánuði eftir tvö ár, eða 56% hækkun á innan við fjórum árum. Til að setja það í samhengi voru heildarlaun leikskólakennara við neðri fjórðungsmörk 481.000 krónur – 16.000 krónum lægri laun en ósérhæfðir að óbreyttu. Það þarf ekki að kunna að leggja saman tvo og tvo heldur einn og einn til að sjá að leikskólakennarar, sem hafa mikla sérfræðiþekkingu eftir fimm ára háskólanám, munu sækjast eftir allverulegum launahækkunum. Hvað með stéttir sem bera sig saman við leikskólakennara? Miðgildi heildarlauna grunnskólakennara var um 50.000 krónum hærra en leikskólakennara árið 2018. Það má því ætla að grunnskólakennarar sætti sig ekki við að sitja eftir. Yrði það raunin myndu aðrar opinberar stéttir eins og háskólakennarar eða þær sem hafa svipuð laun horfa í kringum sig. Vertu óvelkomið höfrungahlaup. Jafnvel þó að tölurnar hér að framan séu ekki nákvæmar upp á krónu, sem er líklegt þar sem sá sem hér skrifar hefur enga aðkomu að samningunum, blasir stóra myndin við. Hafa skal líka í huga að langflestir landsmenn eru í grennd við meðallaun og árið 2018 var 80% fullvinnandi með heildarlaun á bilinu 411 til 1.083 þúsund krónur. Þannig myndu kröfur Eflingar að óbreyttu skjóta stórum hópi langt inn á þetta bil, en samt er fullyrt að það komi ekki af stað höfrungahlaupi. Deiluefnið er ekki hvort það sé vilji til að bæta kjör leikskólastarfsfólks eða þeirra lægstlaunuðu almennt – það vilja allir. Það er heldur enginn ágreiningur um hvort Efling eða önnur félög hafi tæknilega rétt á að setja fram sínar kröfur. Deiluefnið er hversu raunhæft það er án þess að sú góða viðleitni grafi undan sér með ósjálfbæru launaskriði sem bitnar á verðmætasköpuninni, sem aftur er uppspretta bættra kjara, þannig að allir tapi. Saga íslenska höfrungahlaupsins og dreifing launa landsmanna, að ógleymdu því að íslensk laun eru fremur jöfn og í hæstu hæðum í alþjóðlegu samhengi, sýna svart á hvítu að það er algjörlega innbyggt í nálgun Eflingar að hún grefur undan sjálfri sér og okkur öllum. Látum höfrunga um það að vera höfrungar, það fer okkur mannfólkinu illa. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun