IKEA lokar öllum verslunum sínum á meginlandi Kína Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2020 07:38 Vöruhús IKEA í Zhengzhou í Henan-héraði. Getty Sænski verslunarrisinn IKEA hefur ákveðið að loka öllum verslunum sínum á meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar. IKEA greindi frá því í gær að til stæði að loka um helming verslana sinna í Kína, en í morgun var greint að þeim öllum yrði lokað. Netverslun fyrirtækisins yrði þó áfram opin. IKEA starfrækir um þrjátíu verslanir í landinu. Tala látinna vegna veirunnar heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. Þá hefur veiran nú breiðst út um allt meginland Kína eftir að stjórnvöld staðfestu að eitt tilfelli hefði komið upp í Tíbet. Kínversk yfirvöld og ýmis stórfyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þannig hefur fjölda borga verið lokað og takmarkanir verið settar á lestar- og ferjusamgöngur og fleira. Þá var tilkynnt fyrr í vikunni að alþjóðleg flugfélög hafi fellt niður ferðir til Kína og má nefna að bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hafi ákveðið að loka tímabundið um tvö þúsund af kaffihúsum sínum, eða um helmingi þeirra Starbucks-kaffihúsa sem starfrækt eru í Kína. IKEA Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Sænski verslunarrisinn IKEA hefur ákveðið að loka öllum verslunum sínum á meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar. IKEA greindi frá því í gær að til stæði að loka um helming verslana sinna í Kína, en í morgun var greint að þeim öllum yrði lokað. Netverslun fyrirtækisins yrði þó áfram opin. IKEA starfrækir um þrjátíu verslanir í landinu. Tala látinna vegna veirunnar heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. Þá hefur veiran nú breiðst út um allt meginland Kína eftir að stjórnvöld staðfestu að eitt tilfelli hefði komið upp í Tíbet. Kínversk yfirvöld og ýmis stórfyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þannig hefur fjölda borga verið lokað og takmarkanir verið settar á lestar- og ferjusamgöngur og fleira. Þá var tilkynnt fyrr í vikunni að alþjóðleg flugfélög hafi fellt niður ferðir til Kína og má nefna að bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hafi ákveðið að loka tímabundið um tvö þúsund af kaffihúsum sínum, eða um helmingi þeirra Starbucks-kaffihúsa sem starfrækt eru í Kína.
IKEA Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33
Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23
Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18