Lakers liðið ætlar að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppni NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:30 Kobe Bryant spilaði allan sinn feril með Los Angeles Lakers og kallaði sig Black Mamba. Hann hannaði sérstaka Black Mamba treyju á sínum tíma. Getty/Harry How Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi. NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi.
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira