Menningarveturinn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:15 Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Að því loknu tekur önnur skimun við áður en fólk er frjálst ferða sinna um landið. Þessi ákvörðun - sem ég efast ekki um að hefur verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar og öllum mjög erfið - er enn eitt rothöggið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Á endanum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, fyrir allt samfélagið. Það munu fáir, ef einhverjir, „venjulegir“ ferðamenn, sem dvelja að meðaltali 7-8 nætur á landinu, koma til landsins til að dúsa innilokaðir megnið af ferðinni. Það er hreinn barnaskapur að halda að svo verði. Í raun hefði það ekki skipt nokkru máli fyrir ferðaþjónustuna ef gengið hefði verið alla leið og allir skikkaðir í 14 daga sóttkví - sem hlýtur að vera besta vörnin, ef markmiðið er að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sem þó er af þeim sem best þekkja til, talið vonlaust. Grafalvarleg staða Vinnubrögð okkar Íslendinga hvað sóttvarnir snertir, hafa verið til eftirbreytni hingað til og fullkomið traust ríkt á milli borgaranna og yfirvalda. En að sjálfsögðu þurftu stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að stíga inn og taka ábyrgð á ástandinu. Þá er allt í einu ekki lengur hægt „að lifa með veirunni“ og taka persónulega ábyrgð á eigin smitvörnum, eins og fólk var farið að búa sig undir, heldur gripið til róttækustu sóttvarnaraðgerða í Evrópu. Kostnaðar- og ábatamat vafasamt og umdeilt. Þrýstingur úr mörgum áttum. Kosningar framundan. Og með einu handtaki skrúfað fyrir stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina í leiðinni. Líkt og veiðar á íslenskum fiskimiðum hefðu verið stöðvaðar. Nú tekur við annað tímabil afbókana og endurgreiðslna, aukin óvissa um framtíðina, og síðast en ekki síst algert uppnám hvað varðar endurráðningar starfsfólks í greininni - sem er fyrir þá sem ekki vita, er flest að vinna á uppsagnarfresti. Tugir þúsunda starfsmanna um allt land við það að hengja sig á húninn hjá Vinnumálastofnun. Fjöldagjaldþrot nú enn raunhæfari möguleiki en fyrir nokkrum dögum. Afleiðingarnar á afkomu, líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir verða, fyrirsjáanlegar, þeim sem vilja sjá. Nær að tala um frostavetur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skrifaði merkilegan pistil í Morgunblaðið, laugardaginn 15. ágúst. Sá bar heitið „Virkni mikilvægust“. Þar fjallar Lilja um menningarþjóðina sem getur ekki látið sóttvarnartakmarkanir stöðva sig í því að njóta menningar og lista og boðar lausnir og tilslakanir til að auka „menningarvirkni“. Hún segir að þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður sé staðan almennt góð. Atvinnustig sé betra en óttast var og kaupmáttur og einkaneysla meiri. Tilvalið sé að fylgja íslenska (niðurgreidda) ferðasumrinu eftir með íslenskum menningarvetri. Ég er hjartanlega sammála Lilju um að listir og menning gefa lífinu gildi og eru mikilvægar í samfélaginu. Menning og listir eru líkt og ferðaþjónusta samofnar samfélaginu. Ég er líka sammála Lilju í því að virkni er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Hins vegar er það deginum ljósara að svikalogn sumarsins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðvaðist endanlega við nýjustu tíðindin af stjórnarheimilinu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en óttast var. Kaupmáttur mun minnka og einkaneysla óhjákvæmilega dragast saman, samhliða lægri ráðstöfunartekjum stórs hluta starfsmanna á almennum markaði. Eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vörum og þjónustu mun stöðvast. Virkni mun almennt líklega minnka. Vandamál sem sumir telja að einskorðist við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki verða almenn. Hvort menningarveturinn hennar Lilju Alfreðsdóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stórefast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frostavetur. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun