Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer af stað í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 17:45 Luka og félagar í Dallas mæta öflugu liði Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. AP Photo/Aaron Gash Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45
Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30