Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 07:31 VIðskipti og veiðar Samherja í Namibíu hafa verið til skoðunar frá því í vetur. Vísir/Egill Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29
Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52