Barcelona vann sinn tíunda leik í röð í Meistaradeild Evrópu í handbolta þegar liðið lagði Elverum að velli, 26-30, í kvöld.
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona sem lenti mest þremur mörkum undir í fyrri hálfleik.
Börsungar skoruðu hins vegar fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks og voru 14-16 yfir að honum loknum.
Barcelona var áfram með frumkvæðið í seinni hálfleik þótt munurinn á liðunum væri aldrei mikill. Á endanum skildu fjögur mörk liðin að, 26-30.
Sigvaldi Guðjónsson átti erfitt uppdráttar í liði Elverum og skoraði tvö mörk úr sex skotum.
Barcelona er með 20 stig á toppi A-riðils. Elverum er í 7. sætinu með þrjú stig.
Tíundi sigur Arons og félaga í röð
