Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, Millwall, fékk WBA í heimsókn í ensku B-deildinni í fótbolta í dag en WBA trónir á toppi deildarinnar.
Toppliðið komst í forystu undir lok fyrri hálfleiks þegar króatíski miðjumaðurinn Filip Krovinovic skoraði með laglegu skoti utan vítateigs.
Jóni Daða var skipt inná á 60.mínútu en á 84.mínútu gulltryggðu gestirnir sigurinn þegar Dara O´Shea með skallamarki.
WBA hefur nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Jón Daði og félagar eru í 10.sæti, fimm stigum frá umspilssæti.
