Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt það að færa til lok sumargluggans sem hefur lokast á undan öðrum deildum í Evrópu undanfarin ár.
Síðustu tvö tímabil hefur félagsskiptaglugginn í Englandi lokað daginn fyrir fyrsta leikinn í ensku úrvalsdeildinni í stað þess að lokast um mánaðarmótin ágúst spetember.
Á hluthafafundi ensku úrvalsdeildarinnar í dag var kosið um að breyta þessu og samræma enska gluggann við gluggana annars staðar í Evrópu. Það var samþykkt.
Félagsskiptaglugginn næsta haust mun því lokast 1. september klukkan 17.00 að breskum tíma.
Premier League clubs have voted to change the summer transfer window.
— BBC Sport (@BBCSport) February 6, 2020
They want to bring it in line with the rest of Europe.
https://t.co/47uoLgbtau#bbcfootballpic.twitter.com/sfGksbsEA2
Upphaflega var glugginn færður fram til að verða við óskum knattspyrnustjóranna sem töldu það truflandi að hafa hann opinn fram yfir fyrstu umferðir mótsins.
Þegar á reyndi lenti enska deildin í verri samningsstöðu þegar aðrar í deildir í Evrópu lokuðu ekki sínum glugga fyrr en um þremur vikum síðar.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var einn af talsmönnum þess að breyta glugganum aftur en aðeins þannig að hann lokaði á sama tíma og hjá öðrum deildum í Evrópu.