Leikarinn Matthew Perry náði að gera allt vitlaust með þriggja orða tísti í nótt. Þar skrifar hann: „Big news coming“ eða „stórar fréttir bráðlega“ á íslenskunni.
Perry fór með hlutverk Chandler í gamanþáttunum Friends sem voru í loftinu frá 1994-2004 og eru líklega vinsælustu þættir sögunnar.
Í dag horfa milljónir manna á þættina á hverjum einasta degi allan ársins hring. Aðdáendur þáttanna hafa í mörg ár velt því fyrir sér hvort endurkoma hópsins á hvíta tjaldið sé möguleiki.
Perry virðist hafa endurvakið þann orðróm með tístinu eins og erlendir miðlar greina frá í dag.
Big news coming...
— matthew perry (@MatthewPerry) February 5, 2020