Sextíu prósent segja að VAR gangi illa í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 13:30 Kevin Friend í samtali við Varsjáherbergið. Getty/Dan Mullan Fólk sem horfir reglulega á leiki í ensku úrvalsdeildinni tók þátt í nýrri könnun á dögunum og það er óhætt að segja að Varsjáin hafi ekki komið alltof vel út úr henni. Varsjáin er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur heldur betur fengið sinn skerf af gagnrýni. Oft hefur verið of lítið samræmi á milli atvika sem eru skoðuð frekar. Það hefur einnig tekið mjög langan tíma að fara yfir ákveðin atvik og niðurstöður Varsjárinnar eru einnig oft umdeildar. Yfirmaður VAR í Englandi gaf kerfinu sjö í einkunn af tíu mögulegum en reglulegir áhorfendur ensku úrvalsdeildarinnar gefa VAR aðeins fjóra í einkunn. Two-thirds of football fans believe VAR has made the game less enjoyable, according to a new YouGov poll. Give us your opinion of VAR in 3 words...https://t.co/wrTr2fs1le— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2020 YouGov gerði nýverið könnun meðal 1396 manns sem horfa mikið á leiki í ensku úrvalsdeildinni með það markmið að komast að viðhorfi þeirra gagnvart myndbandadómum sem urðu hluti af ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í haust. Sextíu prósent þátttakenda í könnuninni sögðu að VAR hafi gengið illa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins 27 prósent voru á því að VAR hafi gengið vel. Tveir þriðju af fastaáhorfendum telja líka að upplifunin sé ekki eins ánægjuleg eftir að Varsjáin var kynnt til sögunnar. Aðeins þrettán prósent eru á því að það sé skemmtilegra að horfa á ensku úrvalsdeildina með VAR. Þrátt fyrir alla þessa neikvæðni gagnvart Varsjánni eru þó aðeins fimmtán prósent sem vilja hætta að nota myndbandadómara. Það eru samt bara átta prósent sem myndu sætta sig við VAR í óbreytti útgáfu. 74 prósent segja að Varsjáin verði að breytast. A YouGov survey has found 67% of people believe VAR has made watching football less enjoyable. In the same study, 74% are in favour of keeping it, but changing the way it's used. What's the best way to use it's advantages without ruining the game? #VARpic.twitter.com/7tmK11bwz8— Sport Social (@TheSportSocial) February 4, 2020 81 prósent vilja að sjá þau myndbönd sem myndbandadómararnir eru að skoða hverju sinni og 80 prósent vilja sjá dómarann fara að skoða sjónvarpsskjáinn sjálfur. 73 prósent vilja líka heyra samtalið á milli dómarans og myndbandadómaranna og 71 prósent vilja búa til ákveðin tímaramma sem Varsjáin hefur til að skoða atvik. Framkvæmdanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins kemur saman í þessum mánuði til að fara meðal annars yfir fótboltareglurnar. Það er búist við að Varsjáin og nánari leiðsögn með notkun hennar verði kynnt í kjölfarið. Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Fólk sem horfir reglulega á leiki í ensku úrvalsdeildinni tók þátt í nýrri könnun á dögunum og það er óhætt að segja að Varsjáin hafi ekki komið alltof vel út úr henni. Varsjáin er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur heldur betur fengið sinn skerf af gagnrýni. Oft hefur verið of lítið samræmi á milli atvika sem eru skoðuð frekar. Það hefur einnig tekið mjög langan tíma að fara yfir ákveðin atvik og niðurstöður Varsjárinnar eru einnig oft umdeildar. Yfirmaður VAR í Englandi gaf kerfinu sjö í einkunn af tíu mögulegum en reglulegir áhorfendur ensku úrvalsdeildarinnar gefa VAR aðeins fjóra í einkunn. Two-thirds of football fans believe VAR has made the game less enjoyable, according to a new YouGov poll. Give us your opinion of VAR in 3 words...https://t.co/wrTr2fs1le— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2020 YouGov gerði nýverið könnun meðal 1396 manns sem horfa mikið á leiki í ensku úrvalsdeildinni með það markmið að komast að viðhorfi þeirra gagnvart myndbandadómum sem urðu hluti af ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í haust. Sextíu prósent þátttakenda í könnuninni sögðu að VAR hafi gengið illa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins 27 prósent voru á því að VAR hafi gengið vel. Tveir þriðju af fastaáhorfendum telja líka að upplifunin sé ekki eins ánægjuleg eftir að Varsjáin var kynnt til sögunnar. Aðeins þrettán prósent eru á því að það sé skemmtilegra að horfa á ensku úrvalsdeildina með VAR. Þrátt fyrir alla þessa neikvæðni gagnvart Varsjánni eru þó aðeins fimmtán prósent sem vilja hætta að nota myndbandadómara. Það eru samt bara átta prósent sem myndu sætta sig við VAR í óbreytti útgáfu. 74 prósent segja að Varsjáin verði að breytast. A YouGov survey has found 67% of people believe VAR has made watching football less enjoyable. In the same study, 74% are in favour of keeping it, but changing the way it's used. What's the best way to use it's advantages without ruining the game? #VARpic.twitter.com/7tmK11bwz8— Sport Social (@TheSportSocial) February 4, 2020 81 prósent vilja að sjá þau myndbönd sem myndbandadómararnir eru að skoða hverju sinni og 80 prósent vilja sjá dómarann fara að skoða sjónvarpsskjáinn sjálfur. 73 prósent vilja líka heyra samtalið á milli dómarans og myndbandadómaranna og 71 prósent vilja búa til ákveðin tímaramma sem Varsjáin hefur til að skoða atvik. Framkvæmdanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins kemur saman í þessum mánuði til að fara meðal annars yfir fótboltareglurnar. Það er búist við að Varsjáin og nánari leiðsögn með notkun hennar verði kynnt í kjölfarið.
Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira