Slagkraftur þorpsins bjargar öðru barni Eva Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2020 14:00 Stundum er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn og undanfarna daga hefur Vesturbæjarskóli og nærumhverfi verið það þorp. Í annað sinn á stuttum tíma sameinast Réttindaskóli UNICEF með börnum á flótta, sem er til marks um mikilvægi þess að fólk læri um réttindi sín og annarra. Þekking er vogarafl gagnvart valdhöfum og með betri þekkingu á mannréttindum fækkar líklega þeim tilvikum þar sem börnum er vísað á brott þegjandi og hljóðalaust. Í þetta sinn bar samtakamátturinn árangur og ráðherra boðar breytingar, sem er vel. Það er hins vegar orðið þreytt stef, að almenningur þurfi að gæta réttinda barna í kerfinu og að börn þurfi að opinbera líf sitt í fjölmiðlum til að fá áheyrn. Þegar 19 þúsund manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda að snúa ákvörðun sinni er það birtingarmynd þess að ekki ríki nauðsynlegt traust. Í viðbrögðum dómsmálaráðherra horfir hún réttilega til lengdar málsmeðferðartíma, þ.e. hversu langan tíma tekur að fá lokaniðurstöðu í umsókn barns um vernd. Það má ef til vill kjarna stefnu stjórnvalda í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd með einmitt þessum tveimur orðum: stytting málsmeðferðartíma, sem er vissulega mikilvægt hagsmunamál umsækjenda en á sama tíma þarf jafnframt að gæta að gæðum ferlisins. Einn mikilvægur hlekkur í því er að fræða starfsfólk um réttindi barna og búa til formlega verkferla fyrir mat á því sem barni er fyrir bestu. Þekking á mannréttindum er ekki aðeins mikilvæg almenningi, hún þarf að vera til staðar innan stjórnkerfisins. Ef starfsfólk fær ekki þekkinguna og verkfærin til að vinna að mannréttindum, er ljóst að önnur sjónarmið fá forgang. Við verðum að geta treyst því að réttindi allra barna séu virt, en Barnasáttmálinn er meira í orði en á borði eins og er og því þarf að breyta fyrir öll börn sem sækja um vernd. Dómsmálaráðherra hefur falið þingmannanefnd um málefni útlendinga að fylgja eftir vinnu varðandi stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þar þarf að huga að stefnumótun og framkvæmd, með virðingu fyrir réttindum barna að leiðarljósi, og með það í huga að efla réttindamiðaða þekkingu, stefnumótun og verkferla innan stjórnkerfisins. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Eva Bjarnadóttir Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn og undanfarna daga hefur Vesturbæjarskóli og nærumhverfi verið það þorp. Í annað sinn á stuttum tíma sameinast Réttindaskóli UNICEF með börnum á flótta, sem er til marks um mikilvægi þess að fólk læri um réttindi sín og annarra. Þekking er vogarafl gagnvart valdhöfum og með betri þekkingu á mannréttindum fækkar líklega þeim tilvikum þar sem börnum er vísað á brott þegjandi og hljóðalaust. Í þetta sinn bar samtakamátturinn árangur og ráðherra boðar breytingar, sem er vel. Það er hins vegar orðið þreytt stef, að almenningur þurfi að gæta réttinda barna í kerfinu og að börn þurfi að opinbera líf sitt í fjölmiðlum til að fá áheyrn. Þegar 19 þúsund manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda að snúa ákvörðun sinni er það birtingarmynd þess að ekki ríki nauðsynlegt traust. Í viðbrögðum dómsmálaráðherra horfir hún réttilega til lengdar málsmeðferðartíma, þ.e. hversu langan tíma tekur að fá lokaniðurstöðu í umsókn barns um vernd. Það má ef til vill kjarna stefnu stjórnvalda í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd með einmitt þessum tveimur orðum: stytting málsmeðferðartíma, sem er vissulega mikilvægt hagsmunamál umsækjenda en á sama tíma þarf jafnframt að gæta að gæðum ferlisins. Einn mikilvægur hlekkur í því er að fræða starfsfólk um réttindi barna og búa til formlega verkferla fyrir mat á því sem barni er fyrir bestu. Þekking á mannréttindum er ekki aðeins mikilvæg almenningi, hún þarf að vera til staðar innan stjórnkerfisins. Ef starfsfólk fær ekki þekkinguna og verkfærin til að vinna að mannréttindum, er ljóst að önnur sjónarmið fá forgang. Við verðum að geta treyst því að réttindi allra barna séu virt, en Barnasáttmálinn er meira í orði en á borði eins og er og því þarf að breyta fyrir öll börn sem sækja um vernd. Dómsmálaráðherra hefur falið þingmannanefnd um málefni útlendinga að fylgja eftir vinnu varðandi stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þar þarf að huga að stefnumótun og framkvæmd, með virðingu fyrir réttindum barna að leiðarljósi, og með það í huga að efla réttindamiðaða þekkingu, stefnumótun og verkferla innan stjórnkerfisins. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun