Gerir helmingur allra hrossabænda sig sekan um vanrækslu eða dýraníð? Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. febrúar 2020 14:00 Margir virðast halda, að það sé almenn regla, að bændur á Íslandi annist dýr sín vel og fylgi lögum um dýravernd og dýravelferð í sínu dýrahaldi. Væri vel, ef rétt væri. Undirritaður var þó að skoða Starfsskýrslu Matvælastofnunar, MAST, fyrir 2018, sem er 10 ára afmælisár hjá stofnuninni. Margt kemur fram í þessari skýrslu, m.a. það, að 2018 munu hafa verið um 73.000 hross í landinu, og var um 3.000 fullorðnum hrossum, auk 4.500 folalda, slátrað; seld í kjöthakk og annað kjötmeti. Kannski er ekki mikið um þetta að segja, ef menn vilja byggja sitt lífsviðurværi á því, að ala dýr í þennan heim - líka spendýr, sem eru í grundvallar atriðum sköpuð, eins og við, mannfólkið, þó stærð, form og lögun kunni að vera önnur - til þess að slátra þeim og selja í kjötiðnaðinn.Það hlýtur þó að vekja blendnar tilfinningar hjá sumum, vonandi mörgum, að Þarfasti þjónninn, sem hélt lífinu í þessari þjóð, á harðræðistímum, um ár og aldir, með fórnfýsi, dugnaði og þrautseigju, svo af bar, sé nú ekki meira metinn af bændum, en svo, að hann sé í stórum stíl, í þúsunda tali, seldur í kjöthakk.Á árinu 2016 (nýrri gögn voru greinilega ekki til) fór MAST á 269 starfsstöðvar hrossabænda til eftirlits. Þetta voru þó ekki nema 12% allra hrossabænda, þannig, að eftirlitið er greinilega af skornum skammti.Komu alvarleg frávik varðandi velferð hestanna fram hjá 37 bændum. Hjá frekari 110 bændum komu fram velferðarfrávik, „sem ekki voru metin eins alvarleg“, eins og segir í skýrslunni, en voru þó greinilega líka alvarleg. Á þennan hátt kom í ljós, að við eftirlit hjá 269 hrossa-bændum, voru misalvarleg brot á velferð dýranna hjá 147 bændanna í gangi; 55% dýranna sættu vanrækslu, illri meðferð eða hreinu níði. Af þeim 37 tilvikum, sem alvarlegast þóttu, var um skort á fóðri að ræða í 14 tilvikum; voru dýrin vanalin eða svelt. Athyglisvert er, að í lokaathugasemd um þessi 37 brotlegu hrossabú, kom þessi athugasemd: „Úrbótum ekki sinn í 23 tilvikum“. Hvað gert var við þá, sem sinntu ekki úrbótum, kemur ekkert fram. Kannski var það ekkert! Í sömu skýrslu kemur fram, að blóðmerar hafi verið haldnar á 92 hrossabýlum. Var það tæplega 30% aukning frá árinu áður; 20 blóðhrossabændur bættust við milli ára. Um þetta hefur lítið verið fjallað, en þetta blóðmerahald byggist á því, að hryssur er gerðar fylfullar og svo er tappað af þeim blóði, 5 lítrum í senn, yfir leitt fjórum sinnum á tveggja mánaða tímabili á haustin, alls 20 lítrum, en blóðið er síðan selt lyfjafyrirtækjum til framleiðslu á frjósemislyfjum. Er þetta gert í svo miklum mæli, að heildarmagn nemur mörgum tugum tonna af blóði ár hvert.Það skelfilega við þetta dýrahald, ef dýrahald skyldi kalla – dýraníð á sennilega betur við - er það, að þetta eru allt villtar merar - útigangshross -, sem auðvitað þarf að beita heiftarlegu ofbeldi – hreinum fantabrögðum – til að unnt sé að ná þeim í algjöra kyrrstöðu, meðan að blóðinu er tappað af þeim. Það munu vera eiðsvarðir dýralæknar, sem gefa sig í blóðtökuna. Ekki mikil sjálfsvirðing í gangi þar. Virðast bændur halda þúsundir dýra í þessu skyni. Aftur má spyrja um virðingu bænda fyrir Þarfasta þjóninum. Geta þessir bændur virkilega ekki skapað sér einhvern skárri afkomugrundvöll, sýnt af sér aðeins meiri mannsæmd í sínu starfi, en þetta? Það er fyrirtækið Ísteka, sem stendur að þessari fyrir mér ljótu iðju, en leyfi fékk fyrirtækið - sem hefur stundað þetta í 30 ár - frá Lyfjastofnun, og á MAST að hafa eftirlit með þessari starfsemi. Þetta eftirlit mun þó byggjast á „stikkprufum byggðu á áhættumati“, eins og segir í skýrslu MAST, sem undirritaður skilur sem málamynda prufur. Við í Jarðarvinum sendum forstjóra og aðstoðarforstjóra Lyfjastofnunar þessar spurningar 21. janúar sl. með tilvísunar í upplýsingalög nr. 140/2012, sem þýðir, að Lyfjastofnun hefði borið að svara innan viku:1. Hversu margar útigangshryssur eru í svokölluðu blóðmerahaldi? 2. Hversu margir bændur halda blóðmerar? 3. Hvaða aðferðum er beitt til að taka blóð af þessum merum? Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtöku aðferðum. 4. Vinsamlegast upplýsið á grundvelli hverra lagaheimilda, þessi blóðtaka – sem mun hafa farið fram í 40 ár, og þeir, sem henni stýra, kalla „blóðgjöf blóðgjafahryssa“, jafn kaldhæðnislegt og það er - fer fram. Í millitíðinni hafa ný lög og nýjar reglugerðir til dýraverndar og dýravelferðar tekið gildi. Samræmist þetta ofbeldi og þessi líkamlegi yfirgangur við dýrin þeim nýju verndar- og velferðar ákvæðum? 5. Sérstaklega er spurt, hvort þessi blóðtaka samræmist lögum nr. 55/2013; markmiði, anda og hinum margvíslegu ákvæðum laganna. Nú, 3. febrúar, hefur ekkert svar borist. Þessum spurningum var líka beint að MAST þann 21. janúar sl. Eru þessar spurningar hér með áréttaðar við Lyfjastofnun og MAST og svara krafist! Loka tilfinning undirritaðs við þessa málsskoðun er sú, að við Íslendingar megum skammast okkar fyrir, hvernig við höfum farið með þarfasta þjóninn og taka saman höndum um, að bæta út því eins skjótt og vel og verða má. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Margir virðast halda, að það sé almenn regla, að bændur á Íslandi annist dýr sín vel og fylgi lögum um dýravernd og dýravelferð í sínu dýrahaldi. Væri vel, ef rétt væri. Undirritaður var þó að skoða Starfsskýrslu Matvælastofnunar, MAST, fyrir 2018, sem er 10 ára afmælisár hjá stofnuninni. Margt kemur fram í þessari skýrslu, m.a. það, að 2018 munu hafa verið um 73.000 hross í landinu, og var um 3.000 fullorðnum hrossum, auk 4.500 folalda, slátrað; seld í kjöthakk og annað kjötmeti. Kannski er ekki mikið um þetta að segja, ef menn vilja byggja sitt lífsviðurværi á því, að ala dýr í þennan heim - líka spendýr, sem eru í grundvallar atriðum sköpuð, eins og við, mannfólkið, þó stærð, form og lögun kunni að vera önnur - til þess að slátra þeim og selja í kjötiðnaðinn.Það hlýtur þó að vekja blendnar tilfinningar hjá sumum, vonandi mörgum, að Þarfasti þjónninn, sem hélt lífinu í þessari þjóð, á harðræðistímum, um ár og aldir, með fórnfýsi, dugnaði og þrautseigju, svo af bar, sé nú ekki meira metinn af bændum, en svo, að hann sé í stórum stíl, í þúsunda tali, seldur í kjöthakk.Á árinu 2016 (nýrri gögn voru greinilega ekki til) fór MAST á 269 starfsstöðvar hrossabænda til eftirlits. Þetta voru þó ekki nema 12% allra hrossabænda, þannig, að eftirlitið er greinilega af skornum skammti.Komu alvarleg frávik varðandi velferð hestanna fram hjá 37 bændum. Hjá frekari 110 bændum komu fram velferðarfrávik, „sem ekki voru metin eins alvarleg“, eins og segir í skýrslunni, en voru þó greinilega líka alvarleg. Á þennan hátt kom í ljós, að við eftirlit hjá 269 hrossa-bændum, voru misalvarleg brot á velferð dýranna hjá 147 bændanna í gangi; 55% dýranna sættu vanrækslu, illri meðferð eða hreinu níði. Af þeim 37 tilvikum, sem alvarlegast þóttu, var um skort á fóðri að ræða í 14 tilvikum; voru dýrin vanalin eða svelt. Athyglisvert er, að í lokaathugasemd um þessi 37 brotlegu hrossabú, kom þessi athugasemd: „Úrbótum ekki sinn í 23 tilvikum“. Hvað gert var við þá, sem sinntu ekki úrbótum, kemur ekkert fram. Kannski var það ekkert! Í sömu skýrslu kemur fram, að blóðmerar hafi verið haldnar á 92 hrossabýlum. Var það tæplega 30% aukning frá árinu áður; 20 blóðhrossabændur bættust við milli ára. Um þetta hefur lítið verið fjallað, en þetta blóðmerahald byggist á því, að hryssur er gerðar fylfullar og svo er tappað af þeim blóði, 5 lítrum í senn, yfir leitt fjórum sinnum á tveggja mánaða tímabili á haustin, alls 20 lítrum, en blóðið er síðan selt lyfjafyrirtækjum til framleiðslu á frjósemislyfjum. Er þetta gert í svo miklum mæli, að heildarmagn nemur mörgum tugum tonna af blóði ár hvert.Það skelfilega við þetta dýrahald, ef dýrahald skyldi kalla – dýraníð á sennilega betur við - er það, að þetta eru allt villtar merar - útigangshross -, sem auðvitað þarf að beita heiftarlegu ofbeldi – hreinum fantabrögðum – til að unnt sé að ná þeim í algjöra kyrrstöðu, meðan að blóðinu er tappað af þeim. Það munu vera eiðsvarðir dýralæknar, sem gefa sig í blóðtökuna. Ekki mikil sjálfsvirðing í gangi þar. Virðast bændur halda þúsundir dýra í þessu skyni. Aftur má spyrja um virðingu bænda fyrir Þarfasta þjóninum. Geta þessir bændur virkilega ekki skapað sér einhvern skárri afkomugrundvöll, sýnt af sér aðeins meiri mannsæmd í sínu starfi, en þetta? Það er fyrirtækið Ísteka, sem stendur að þessari fyrir mér ljótu iðju, en leyfi fékk fyrirtækið - sem hefur stundað þetta í 30 ár - frá Lyfjastofnun, og á MAST að hafa eftirlit með þessari starfsemi. Þetta eftirlit mun þó byggjast á „stikkprufum byggðu á áhættumati“, eins og segir í skýrslu MAST, sem undirritaður skilur sem málamynda prufur. Við í Jarðarvinum sendum forstjóra og aðstoðarforstjóra Lyfjastofnunar þessar spurningar 21. janúar sl. með tilvísunar í upplýsingalög nr. 140/2012, sem þýðir, að Lyfjastofnun hefði borið að svara innan viku:1. Hversu margar útigangshryssur eru í svokölluðu blóðmerahaldi? 2. Hversu margir bændur halda blóðmerar? 3. Hvaða aðferðum er beitt til að taka blóð af þessum merum? Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtöku aðferðum. 4. Vinsamlegast upplýsið á grundvelli hverra lagaheimilda, þessi blóðtaka – sem mun hafa farið fram í 40 ár, og þeir, sem henni stýra, kalla „blóðgjöf blóðgjafahryssa“, jafn kaldhæðnislegt og það er - fer fram. Í millitíðinni hafa ný lög og nýjar reglugerðir til dýraverndar og dýravelferðar tekið gildi. Samræmist þetta ofbeldi og þessi líkamlegi yfirgangur við dýrin þeim nýju verndar- og velferðar ákvæðum? 5. Sérstaklega er spurt, hvort þessi blóðtaka samræmist lögum nr. 55/2013; markmiði, anda og hinum margvíslegu ákvæðum laganna. Nú, 3. febrúar, hefur ekkert svar borist. Þessum spurningum var líka beint að MAST þann 21. janúar sl. Eru þessar spurningar hér með áréttaðar við Lyfjastofnun og MAST og svara krafist! Loka tilfinning undirritaðs við þessa málsskoðun er sú, að við Íslendingar megum skammast okkar fyrir, hvernig við höfum farið með þarfasta þjóninn og taka saman höndum um, að bæta út því eins skjótt og vel og verða má.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun