Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 11:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. Rússar vara Tyrki við slíkum aðgerðum og segja að mögulegar árásir Tyrkja á stjórnarher Sýrlands muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erdogan hefur krafist þess að Rússar stöðvi sókn stjórnarhersins inn í Idlib en hundruð þúsundir hafa flúið undan sókninni og stefnt að Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í gær að ástandið í héraðinu væri verulega slæmt og að nærri því 300 almennir borgarar hefðu fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa. Þar sem hann ræddi við þingmenn AK-flokksins í dag sagði Erdogan að ríkisstjórn hans væri staðráðin í að gera öruggt svæði úr Idlib, „sama hvað það kostaði“. Það yrði gert þó að viðræður við Rússa hefðu engum árangri skilað. Erdogan hefur lengi stutt við bakið á ýmsum uppreisnar- og vígahópum í Sýrlandi. Forsetinn gaf í skyn að það væri einungis dagaspursmál hvenær hann myndi grípa til aðgerða. Undirbúningur væri hafinn og her Tyrklands gæti sótt inn í héraðið hvenær sem er. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum undanfarnar tvær vikur. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gerðu innrás í Sýrland. Hingað til hafa þrjár innrásir þeirra þó allar beinst gegn sýrlenskum Kúrdum. Sýrland Tyrkland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. Rússar vara Tyrki við slíkum aðgerðum og segja að mögulegar árásir Tyrkja á stjórnarher Sýrlands muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erdogan hefur krafist þess að Rússar stöðvi sókn stjórnarhersins inn í Idlib en hundruð þúsundir hafa flúið undan sókninni og stefnt að Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í gær að ástandið í héraðinu væri verulega slæmt og að nærri því 300 almennir borgarar hefðu fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa. Þar sem hann ræddi við þingmenn AK-flokksins í dag sagði Erdogan að ríkisstjórn hans væri staðráðin í að gera öruggt svæði úr Idlib, „sama hvað það kostaði“. Það yrði gert þó að viðræður við Rússa hefðu engum árangri skilað. Erdogan hefur lengi stutt við bakið á ýmsum uppreisnar- og vígahópum í Sýrlandi. Forsetinn gaf í skyn að það væri einungis dagaspursmál hvenær hann myndi grípa til aðgerða. Undirbúningur væri hafinn og her Tyrklands gæti sótt inn í héraðið hvenær sem er. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum undanfarnar tvær vikur. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gerðu innrás í Sýrland. Hingað til hafa þrjár innrásir þeirra þó allar beinst gegn sýrlenskum Kúrdum.
Sýrland Tyrkland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira