Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. febrúar 2020 10:10 Starfsmenn í flugvallarþjónustu sinna m.a. slökkvistarfi. Vísir/Vilhelm Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna með því að hafna breytingu á orðalagi í 18. grein kjarasamnings félagsmanna landssambandsins sem starfa hjá Isavia og hafa þeir fyrrnefndu vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Um tuttugu fundir hafa verið haldnir á milli aðila frá því í apríl í fyrra og var nýr kjarasamningur svo gott sem tilbúinn. Þetta eina málið sem stóð út af borðinu að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafutningamanna. Frá 2012 hefur landssambandið ekki getað tekið á móti nýjum félagsmönnum vegna ákvæðis um gildissvið samnings í 18. grein í kjarasamningi LSS. Á þeim tíma var LSS að reyna að vernda lögvarið starf slökkviliðsmanna sem störfuðu á flugvöllum landsins. Inn í kjarasamninginn var sett grein varðandi gildissvið samningsins, að eingöngu þeir sem væru með löggildingu skv. lögum um brunavarnir og uppfylltu reglugerð um flugvelli gæti sótt um inngöngu í LSS, segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að í kringum árið 2010 hafi flugvellir landsins hætt að vinna eftir lögum um brunavarnir og þurftu starfsmenn ISAVIA ekki lengur að uppfylla kröfur sem gerðar voru til slökkviliðsmanna, það er að ráða aðila með löggildingu á þessu sviði. Í kjölfarið lagði ISAVIA niður slökkvilið á flugvöllum í núverandi mynd, tók upp slökkvi- og björgunarþjónustu og sinna því starfsmennirnir fleiri störfum, eins og snjómoksri, bremsumælingum á flugbrautum, flugvernd og fleiru. Að sögn Hermanns setti landssambandið það sem kröfu að aðilar þyrftu að vera með löggildingu, á sínum tíma, og því reynt að tryggja að það yrði áfram löggilding fyrir þá sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum. Svo var reyndin önnur og er þetta ákvæði að hindra það að nýir starfsmenn sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu geti tilheyrt fagstéttarfélaginu. Að mati landssambandsins er félagafrelsi ekki virt og ISAVIA sé viljandi að eyða tilveru Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna út úr sinni tilveru í dag. Í dag er ekki gerð krafa um löggildingu til slökkvistarfa á flugvöllum. Félagasamtök Fréttir af flugi Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna með því að hafna breytingu á orðalagi í 18. grein kjarasamnings félagsmanna landssambandsins sem starfa hjá Isavia og hafa þeir fyrrnefndu vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Um tuttugu fundir hafa verið haldnir á milli aðila frá því í apríl í fyrra og var nýr kjarasamningur svo gott sem tilbúinn. Þetta eina málið sem stóð út af borðinu að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafutningamanna. Frá 2012 hefur landssambandið ekki getað tekið á móti nýjum félagsmönnum vegna ákvæðis um gildissvið samnings í 18. grein í kjarasamningi LSS. Á þeim tíma var LSS að reyna að vernda lögvarið starf slökkviliðsmanna sem störfuðu á flugvöllum landsins. Inn í kjarasamninginn var sett grein varðandi gildissvið samningsins, að eingöngu þeir sem væru með löggildingu skv. lögum um brunavarnir og uppfylltu reglugerð um flugvelli gæti sótt um inngöngu í LSS, segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að í kringum árið 2010 hafi flugvellir landsins hætt að vinna eftir lögum um brunavarnir og þurftu starfsmenn ISAVIA ekki lengur að uppfylla kröfur sem gerðar voru til slökkviliðsmanna, það er að ráða aðila með löggildingu á þessu sviði. Í kjölfarið lagði ISAVIA niður slökkvilið á flugvöllum í núverandi mynd, tók upp slökkvi- og björgunarþjónustu og sinna því starfsmennirnir fleiri störfum, eins og snjómoksri, bremsumælingum á flugbrautum, flugvernd og fleiru. Að sögn Hermanns setti landssambandið það sem kröfu að aðilar þyrftu að vera með löggildingu, á sínum tíma, og því reynt að tryggja að það yrði áfram löggilding fyrir þá sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum. Svo var reyndin önnur og er þetta ákvæði að hindra það að nýir starfsmenn sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu geti tilheyrt fagstéttarfélaginu. Að mati landssambandsins er félagafrelsi ekki virt og ISAVIA sé viljandi að eyða tilveru Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna út úr sinni tilveru í dag. Í dag er ekki gerð krafa um löggildingu til slökkvistarfa á flugvöllum.
Félagasamtök Fréttir af flugi Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira