Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. febrúar 2020 10:10 Starfsmenn í flugvallarþjónustu sinna m.a. slökkvistarfi. Vísir/Vilhelm Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna með því að hafna breytingu á orðalagi í 18. grein kjarasamnings félagsmanna landssambandsins sem starfa hjá Isavia og hafa þeir fyrrnefndu vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Um tuttugu fundir hafa verið haldnir á milli aðila frá því í apríl í fyrra og var nýr kjarasamningur svo gott sem tilbúinn. Þetta eina málið sem stóð út af borðinu að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafutningamanna. Frá 2012 hefur landssambandið ekki getað tekið á móti nýjum félagsmönnum vegna ákvæðis um gildissvið samnings í 18. grein í kjarasamningi LSS. Á þeim tíma var LSS að reyna að vernda lögvarið starf slökkviliðsmanna sem störfuðu á flugvöllum landsins. Inn í kjarasamninginn var sett grein varðandi gildissvið samningsins, að eingöngu þeir sem væru með löggildingu skv. lögum um brunavarnir og uppfylltu reglugerð um flugvelli gæti sótt um inngöngu í LSS, segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að í kringum árið 2010 hafi flugvellir landsins hætt að vinna eftir lögum um brunavarnir og þurftu starfsmenn ISAVIA ekki lengur að uppfylla kröfur sem gerðar voru til slökkviliðsmanna, það er að ráða aðila með löggildingu á þessu sviði. Í kjölfarið lagði ISAVIA niður slökkvilið á flugvöllum í núverandi mynd, tók upp slökkvi- og björgunarþjónustu og sinna því starfsmennirnir fleiri störfum, eins og snjómoksri, bremsumælingum á flugbrautum, flugvernd og fleiru. Að sögn Hermanns setti landssambandið það sem kröfu að aðilar þyrftu að vera með löggildingu, á sínum tíma, og því reynt að tryggja að það yrði áfram löggilding fyrir þá sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum. Svo var reyndin önnur og er þetta ákvæði að hindra það að nýir starfsmenn sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu geti tilheyrt fagstéttarfélaginu. Að mati landssambandsins er félagafrelsi ekki virt og ISAVIA sé viljandi að eyða tilveru Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna út úr sinni tilveru í dag. Í dag er ekki gerð krafa um löggildingu til slökkvistarfa á flugvöllum. Félagasamtök Fréttir af flugi Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna með því að hafna breytingu á orðalagi í 18. grein kjarasamnings félagsmanna landssambandsins sem starfa hjá Isavia og hafa þeir fyrrnefndu vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Um tuttugu fundir hafa verið haldnir á milli aðila frá því í apríl í fyrra og var nýr kjarasamningur svo gott sem tilbúinn. Þetta eina málið sem stóð út af borðinu að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafutningamanna. Frá 2012 hefur landssambandið ekki getað tekið á móti nýjum félagsmönnum vegna ákvæðis um gildissvið samnings í 18. grein í kjarasamningi LSS. Á þeim tíma var LSS að reyna að vernda lögvarið starf slökkviliðsmanna sem störfuðu á flugvöllum landsins. Inn í kjarasamninginn var sett grein varðandi gildissvið samningsins, að eingöngu þeir sem væru með löggildingu skv. lögum um brunavarnir og uppfylltu reglugerð um flugvelli gæti sótt um inngöngu í LSS, segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að í kringum árið 2010 hafi flugvellir landsins hætt að vinna eftir lögum um brunavarnir og þurftu starfsmenn ISAVIA ekki lengur að uppfylla kröfur sem gerðar voru til slökkviliðsmanna, það er að ráða aðila með löggildingu á þessu sviði. Í kjölfarið lagði ISAVIA niður slökkvilið á flugvöllum í núverandi mynd, tók upp slökkvi- og björgunarþjónustu og sinna því starfsmennirnir fleiri störfum, eins og snjómoksri, bremsumælingum á flugbrautum, flugvernd og fleiru. Að sögn Hermanns setti landssambandið það sem kröfu að aðilar þyrftu að vera með löggildingu, á sínum tíma, og því reynt að tryggja að það yrði áfram löggilding fyrir þá sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum. Svo var reyndin önnur og er þetta ákvæði að hindra það að nýir starfsmenn sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu geti tilheyrt fagstéttarfélaginu. Að mati landssambandsins er félagafrelsi ekki virt og ISAVIA sé viljandi að eyða tilveru Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna út úr sinni tilveru í dag. Í dag er ekki gerð krafa um löggildingu til slökkvistarfa á flugvöllum.
Félagasamtök Fréttir af flugi Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira