Handbolti

Erlingur hótaði dómurum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erlingur á hliðarlínunni sem þjálfari ÍBV í Olísdeild karla.
Erlingur á hliðarlínunni sem þjálfari ÍBV í Olísdeild karla. Vísir/Daníel

Dómstóll EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, sektaði tvo meðlimi hollenska handbolta landsliðsins fyrir óviðunandi og óíþróttamannslega hegðun gagnvart dómurum EHF. Annar þeirra var Erlingur Richardsson, þjálfari liðsins.

Atvikin áttu sér stað á meðan, og eftir, Holland atti kappi við Slóveníu þann 14. apríl 2019 en upprunalega greindi vefsíðan Euro Handball frá.

Haarm Weerman og Erlingur Richardsson, þjálfari hollenska landsliðsins, gagnrýndu frammistöðu dómara leiksins harðlega. Gekk Erlingur svo langt að hóta dómurum leiksins því að birta myndband af frammstöðu þeirra á samfélagsmiðlum.

Dómstóll EHF dæmdi á endanum Weerman og Erling seka um óviðeigandi sem og óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurm leiksins og sektaði þá báða um 750 evrur.

Þetta sló hvorki Erling né hollenska landsliðið út af laginu en hann stýrði liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi er liðið komst á EM 2020 sem fram fór nú síðastliðinn janúar. Lentu þeir í C-riðli með Spánverjum, Þjóðverjum og Lettum. Töpuðu þeir gegn tveimur fyrstnefndu liðunum en unnu sannfærandi sigur á Lettum, 32-24. 

Liðið endaði í 17. sæti EM.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×