Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir kvikmynd um Kokkál Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 09:57 Dóri DNA, Kristín Eysteinsdóttir og Steinarr Logi Nesheim. Aðsend Kristín Eysteindóttir mun leikstýra kvikmynd sem byggir á bókinni Kokkáll eftir Dóra DNA. Bókin kom út á síðasta ári en hún sló rækilega í gegn og sat til að mynda í fimmtánda sæti bóksölulistans fyrir síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Í vikunni var greint frá því að Kristín hefði óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári fyrr en áætlað var, en Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin Borgarleikhússstjóri og mun Kristín vinna með henni til þess að koma henni inn í starfið. Sjá einnig: Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Í tölvupósti þar sem Kristín tilkynnti samstarfsfólki ákvörðun sína sagðist hún standa frammi fyrir því einstaka tækifæri að leikstýra kvikmynd. Verkefnið væri á byrjunarstigi en hana hefði alltaf dreymt um slíkt tækifæri. Í fréttatilkynningu Kristín hafa heillast af bókinni strax við fyrsta lestur. Sagan væri sterk samtímasaga sem hentaði vel fyrir kvikmyndaformið. Hún setti sig í samband við Dóra sjálfan og segir hann það hafa verið augljóst að hún brann langmest fyrir verkefninu. Hún sjái bókina skýrt fyrir sér sem kvikmynd, jafnvel skýrara en hann sjálfur, og hann treysti hennar mati. Hann hafi lengi verið aðdáandi hennar og hann hafi mikla trú á henni. „Ég ýmist grét eða hló þegar ég las hana og þessar vel skrifuðu og djúpu persónur voru mér ofarlega í huga löngu eftir að ég lauk við bókina. Þessar kraftmiklu persónur og kringumstæður henta mjög vel fyrir kvikmyndaformið,“ segir Kristín sem mun sjálf koma að þróun handritsins strax í upphafi. Framleiðslufyrirtækið Polarama mun framleiða myndina og verður nú hafist handa við að færa söguna yfir í kvikmyndaformið. Steinarr Logi Nesheim, framleiðandi myndarinnar, segist sannfærður um að sagan sé ekki bundin við reynsluheim Íslendinga og þau ætli sér að framleiða kvikmynd sem eigi heima á alþjóðamarkaði. Bíó og sjónvarp Leikhús Tengdar fréttir Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Kristín Eysteindóttir mun leikstýra kvikmynd sem byggir á bókinni Kokkáll eftir Dóra DNA. Bókin kom út á síðasta ári en hún sló rækilega í gegn og sat til að mynda í fimmtánda sæti bóksölulistans fyrir síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Í vikunni var greint frá því að Kristín hefði óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári fyrr en áætlað var, en Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin Borgarleikhússstjóri og mun Kristín vinna með henni til þess að koma henni inn í starfið. Sjá einnig: Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Í tölvupósti þar sem Kristín tilkynnti samstarfsfólki ákvörðun sína sagðist hún standa frammi fyrir því einstaka tækifæri að leikstýra kvikmynd. Verkefnið væri á byrjunarstigi en hana hefði alltaf dreymt um slíkt tækifæri. Í fréttatilkynningu Kristín hafa heillast af bókinni strax við fyrsta lestur. Sagan væri sterk samtímasaga sem hentaði vel fyrir kvikmyndaformið. Hún setti sig í samband við Dóra sjálfan og segir hann það hafa verið augljóst að hún brann langmest fyrir verkefninu. Hún sjái bókina skýrt fyrir sér sem kvikmynd, jafnvel skýrara en hann sjálfur, og hann treysti hennar mati. Hann hafi lengi verið aðdáandi hennar og hann hafi mikla trú á henni. „Ég ýmist grét eða hló þegar ég las hana og þessar vel skrifuðu og djúpu persónur voru mér ofarlega í huga löngu eftir að ég lauk við bókina. Þessar kraftmiklu persónur og kringumstæður henta mjög vel fyrir kvikmyndaformið,“ segir Kristín sem mun sjálf koma að þróun handritsins strax í upphafi. Framleiðslufyrirtækið Polarama mun framleiða myndina og verður nú hafist handa við að færa söguna yfir í kvikmyndaformið. Steinarr Logi Nesheim, framleiðandi myndarinnar, segist sannfærður um að sagan sé ekki bundin við reynsluheim Íslendinga og þau ætli sér að framleiða kvikmynd sem eigi heima á alþjóðamarkaði.
Bíó og sjónvarp Leikhús Tengdar fréttir Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32
Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15
Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29