Björn rekinn frá Sorpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:49 Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. Stjórn félagsins tók ákvörðun þess efnis í dag, byggða á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Björn fær sex mánaða uppsagnarfrest en Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tekur tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni. Frá þessu greindi stjórn Sorpu í tilkynningu til fjölmiðla nú síðdegis. Þar er uppsögnin m.a. sögð grundvallast á fyrrnefndi skýrslu innri endurskoðunar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Þar var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Stjórn Sorpu ákvað að sparka Birni. Þessi mynd er tekin á stjórnarfundi í lok janúar. „Á þeim 12 ára tíma sem undirritaður hefur gegn stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín. Á það m.a. við um framsetningu rekstraráætlana á stjórnarfundum, frávikagreiningu vegna þeirra og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum fyrirtækisins,“ sagði Björn ennfremur í yfirlýsingunni. Birni gafst færi á að skila inn formlegum andmælum vegna skýrslunnar sem stjórn Sorpu fékk til úrvinnslu. „Að fengnum andmælum framkvæmdastjórans við efni skýrslunnar var ákveðið að veita honum áminningu í samræmi við ákvæði kjarasamnings og gefa honum kost á frekari skýringum og athugasemdum. Að þeim fengnum og í ljósi annarra aðstæðna var tekin ákvörðun um uppsögn,“ segir í tilkynningunni. Því næst er vikið að ráðningu Helga og stiklað á stóru úr ferli hans, t.a.m. minnst á að hann hafi verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010 til 2011. Það falli í hans skaut að aðstoða við yfirhalningu á rekstri Sorpu á næstu misserum. „Stjórn SORPU bs. mun ásamt Helga Þór og starfsmönnum SORPU bs. vinna að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins með sjálfbærni, umhverfisvernd og samfélagslega þjónustu að leiðarljósi. Stjórnin mun í þeirri vinnu kappkosta að eiga náið samráð við eigendur SORPU bs. en félagið er rekið sem byggðasamlag sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavík Sorpa Vistaskipti Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Framkvæmdin var byggð á sandi Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. 24. janúar 2020 16:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. Stjórn félagsins tók ákvörðun þess efnis í dag, byggða á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Björn fær sex mánaða uppsagnarfrest en Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tekur tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni. Frá þessu greindi stjórn Sorpu í tilkynningu til fjölmiðla nú síðdegis. Þar er uppsögnin m.a. sögð grundvallast á fyrrnefndi skýrslu innri endurskoðunar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Þar var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Stjórn Sorpu ákvað að sparka Birni. Þessi mynd er tekin á stjórnarfundi í lok janúar. „Á þeim 12 ára tíma sem undirritaður hefur gegn stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín. Á það m.a. við um framsetningu rekstraráætlana á stjórnarfundum, frávikagreiningu vegna þeirra og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum fyrirtækisins,“ sagði Björn ennfremur í yfirlýsingunni. Birni gafst færi á að skila inn formlegum andmælum vegna skýrslunnar sem stjórn Sorpu fékk til úrvinnslu. „Að fengnum andmælum framkvæmdastjórans við efni skýrslunnar var ákveðið að veita honum áminningu í samræmi við ákvæði kjarasamnings og gefa honum kost á frekari skýringum og athugasemdum. Að þeim fengnum og í ljósi annarra aðstæðna var tekin ákvörðun um uppsögn,“ segir í tilkynningunni. Því næst er vikið að ráðningu Helga og stiklað á stóru úr ferli hans, t.a.m. minnst á að hann hafi verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010 til 2011. Það falli í hans skaut að aðstoða við yfirhalningu á rekstri Sorpu á næstu misserum. „Stjórn SORPU bs. mun ásamt Helga Þór og starfsmönnum SORPU bs. vinna að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins með sjálfbærni, umhverfisvernd og samfélagslega þjónustu að leiðarljósi. Stjórnin mun í þeirri vinnu kappkosta að eiga náið samráð við eigendur SORPU bs. en félagið er rekið sem byggðasamlag sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.“
Reykjavík Sorpa Vistaskipti Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Framkvæmdin var byggð á sandi Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. 24. janúar 2020 16:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24
Framkvæmdin var byggð á sandi Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. 24. janúar 2020 16:45