Eiður Smári hélt 21 árs gamall að hann væri að fara til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 12:30 Eiður Smári Guðjohnsen í leik á móti Liverpool árið 2000. Getty/ Nick Potts Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn