Biðja almenning um að halda ró sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2020 17:03 Fulltrúar frá ríkislögreglustjóra, Landlækni, Landspítalanum auk sóttvarnalæknis sátu fyrir svörum á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landlæknis, Landspítala og sóttvarnalæknis í Skógarhlíð í dag. Íslendingur á fimmtugsaldri hefur verið greindur með kórónuveiruna. Sá var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. „Áætlunin er óbreytt. Það eru allir á tánum og á varðbergi. Nota sömu skilmerki fyrir sýnatökum. Miða við áhættusvæði og annað. Við munum vinna úr þeim sýnum sem koma og bregðast við þeim niðurstöðum sem við fáum. Ég held að það plan muni halda áfram. Þurfum að leggja í mikla vinnu við smitrakningu þessa manns,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. Aðspurður um skilaboð til almennings í ljósi nýjustu tíðinda sagði Þórólfur: „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Koma veirunnar til landsins setji þó hlutina í nýtt samhengi. „Svo verðum við að sjá hvort fleiri einstaklingar greinist, varðandi hvort nýjar leiðbeiningar þurfi að koma út. En við erum með ýmislegt í pokahorninu sem við munum koma með ef þörf reynist.“ Þeir geri ráð fyrir fleiri smitum en ómögulegt sé að segja hve mörg þau verði. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landlæknis, Landspítala og sóttvarnalæknis í Skógarhlíð í dag. Íslendingur á fimmtugsaldri hefur verið greindur með kórónuveiruna. Sá var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. „Áætlunin er óbreytt. Það eru allir á tánum og á varðbergi. Nota sömu skilmerki fyrir sýnatökum. Miða við áhættusvæði og annað. Við munum vinna úr þeim sýnum sem koma og bregðast við þeim niðurstöðum sem við fáum. Ég held að það plan muni halda áfram. Þurfum að leggja í mikla vinnu við smitrakningu þessa manns,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. Aðspurður um skilaboð til almennings í ljósi nýjustu tíðinda sagði Þórólfur: „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Koma veirunnar til landsins setji þó hlutina í nýtt samhengi. „Svo verðum við að sjá hvort fleiri einstaklingar greinist, varðandi hvort nýjar leiðbeiningar þurfi að koma út. En við erum með ýmislegt í pokahorninu sem við munum koma með ef þörf reynist.“ Þeir geri ráð fyrir fleiri smitum en ómögulegt sé að segja hve mörg þau verði. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00