Löggjafinn og Skatturinn ganga af foreldrastarfi dauðu Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:30 Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun