Rhein-Neckar Löwen sigraði spænska liðið Cuenca, 28-33, í B-riðli EHF-bikarsins í dag.
Þetta var fyrsti leikur Löwen eftir að Kristjáni Andréssyni var sagt upp störfum sem þjálfara liðsins.
Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Ljónin en Ýmir Örn Gíslason lék ekki með þeim að þessu sinni.
Andy Schmid, Niclas Kirkeløkke og Uwe Gensheimer skoruðu átta mörk hver fyrir Löwen.
Ljónin frá Mannheim eru með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir þrjár umferðir.
Löwen vann fyrsta leikinn eftir að Kristján var látinn fara

Tengdar fréttir

Kristján rekinn frá Löwen
Rhein-Neckar Löwen er í þjálfaraleit eftir að hafa sagt Kristjáni Andréssyni upp störfum í dag.