Upplýst umræða um Elliðaárdal Einar G. Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2020 08:00 Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. Eðlilega hefur hún aðallega snúist um deiliskipulagið á svæðinu og hvort byggja skuli svæðið upp með þeim hætti sem að er stefnt, en þó ekki að öllu leyti. Því miður hafa sumir gagnrýnendur uppbyggingarinnar reynt að gera aðstandendur ALDIN-Biodome borgargarðsins tortryggilega. Einhverjir hafa dylgjað um að á bak við verkefnið séu „nafnlausir milljarðamæringar“ og aðrir telja að rekstrarforsendur borgargarðsins séu hæpnar og áætlanir óljósar. Hvorugt er rétt. Eigum við ekki að byggja umræðuna á staðreyndum frekar en dylgjum? Ég hef ekkert meira vit en hver annar á skipulagsmálum í borginni, en ég þekki vel til stofnunar og reksturs sprotafyrirtækja almennt og til þessa tiltekna fyrirtækis sérstaklega. Eignarhaldið liggur fyrir Fyrst ber að geta þess að það er fullkomlega ljóst hverjir eigendur verkefnisins eru. Eignarhaldið kemur mjög skýrt fram á vefsvæði ALDIN-Biodome. Stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, á 84% hlut, félag í eigu Ágústs Freys Ingasonar á 7% hlut og Startup Reykjavík Invest á 6% hlut, en ALDIN tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík árið 2015. Síðastnefndi hluthafinn er dótturfélag Arion banka. Hér er enga huldumenn að finna. Vitanlega á hluthafalistinn líklega eftir að taka breytingum eftir því sem fjármögnun miðar fram, en þeir sem tala um „milljarðamæringa“, „huldumenn“ eða „auðjöfra“ eru viljandi að þyrla upp ryki og spilla eðlilegri umræðu. Hvað varðar raunhæfi viðskipta- og rekstraráætlana ALDIN-Biodome hef ég eftirfarandi að segja: Allur fyrirtækjarekstur er óvissu háður. Það liggur í eðli hans og því verður ekki breytt. Hins vegar er hægt að standa svo að undirbúningi og forvinnu að hámarka megi líkur á að vel takist til. Bygging ALDIN-Biodome hefur verið í undirbúningi svo árum skiptir og hefur stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, lagt allt sitt í þá vinnu. Viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir því að tekjur verði til með ýmsum hætti, t.d. með innheimtu áskriftargjalda frá meðlimum, aðgangseyri gesta, vörusölu og leigutekjum. Reksturinn byggir því ekki á einni stoð, heldur nokkrum sem einkum tengjast því að bjóða upp á sérstaka upplifun. Hér er mikilvægt að hafa í huga að fordæmi eru fyrir rekstri skildum þessum á Íslandi og má nefna sem dæmi gróðrarstöðina Friðheima sem hefur náð góðum árangri í að selja upplifun af ræktun og gróðurvin undir glerþaki. Það er líka fráleitt að bera ALDIN-Biodome saman við verkefni eins og Perluna og Hörpu, sem voru opinberar framkvæmdir í eigu opinberra aðila. Þar réðu allt önnur sjónarmið og forsendur en ráða við fjárfestingarákvarðanir einkaaðila. Íbúakosning um viðskiptaáætlun? Enginn getur vitað það fyrir víst hvernig reksturinn mun ganga þegar á reynir, en rekstraráætlanirnar og hugmyndin urðu til þess að Startup Reykjavík Invest ákvað að leggja fé í verkefnið. Við höfðum trú á fyrirtækinu og ég hef það enn. En hér verðum við að staldra aðeins við og spyrja hvort gagnrýnendur hafi hugsað málið til enda. Á það að verða að nýrri verklagsreglu í skipulagsmálum að öll fyrirtæki sem fá vilyrði fyrir lóðum hjá borginni þurfi að leggja rekstrar- og viðskiptaáætlanir sínar í dóm borgarbúa? Það er lykilatriði í mannlegu samfélagi að almennar reglur gildi og að þær gildi jafnt fyrir alla. Það á ekkert síður við þegar verið er að koma fyrirtæki á laggirnar. Deiliskipulag svæðisins sem ALDIN-Biodome ætlar að reisa sinn borgargarð í samræmi við hefur fengið sömu meðferð og afgreiðslu og almennt gerist og gengur. Málið hefur verið kynnt og tekið hefur verið tillit til athugasemda íbúa eins og alltaf er gert. Það er hættulegt að taka geðþóttaákvarðanir um að víkja almennum reglum og ferli til hliðar í einstökum málum, ekki síst þegar um er að ræða friðþægingu fyrir hóp sem hugsanlega er í minnihluta í borginni. Umræða um mál eins og þetta er vissulega alltaf til góðs. Greinilegt er hins vegar að í huga sumra helgar tilgangurinn öll meðul - það er afar leiðinlegt að sjá. Reykvíkingar eiga betra skilið. Höfundur er sérfræðingur í nýsköpun og fyrrverandi framkvæmdastjóri Startup Reykjavík Invest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. Eðlilega hefur hún aðallega snúist um deiliskipulagið á svæðinu og hvort byggja skuli svæðið upp með þeim hætti sem að er stefnt, en þó ekki að öllu leyti. Því miður hafa sumir gagnrýnendur uppbyggingarinnar reynt að gera aðstandendur ALDIN-Biodome borgargarðsins tortryggilega. Einhverjir hafa dylgjað um að á bak við verkefnið séu „nafnlausir milljarðamæringar“ og aðrir telja að rekstrarforsendur borgargarðsins séu hæpnar og áætlanir óljósar. Hvorugt er rétt. Eigum við ekki að byggja umræðuna á staðreyndum frekar en dylgjum? Ég hef ekkert meira vit en hver annar á skipulagsmálum í borginni, en ég þekki vel til stofnunar og reksturs sprotafyrirtækja almennt og til þessa tiltekna fyrirtækis sérstaklega. Eignarhaldið liggur fyrir Fyrst ber að geta þess að það er fullkomlega ljóst hverjir eigendur verkefnisins eru. Eignarhaldið kemur mjög skýrt fram á vefsvæði ALDIN-Biodome. Stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, á 84% hlut, félag í eigu Ágústs Freys Ingasonar á 7% hlut og Startup Reykjavík Invest á 6% hlut, en ALDIN tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík árið 2015. Síðastnefndi hluthafinn er dótturfélag Arion banka. Hér er enga huldumenn að finna. Vitanlega á hluthafalistinn líklega eftir að taka breytingum eftir því sem fjármögnun miðar fram, en þeir sem tala um „milljarðamæringa“, „huldumenn“ eða „auðjöfra“ eru viljandi að þyrla upp ryki og spilla eðlilegri umræðu. Hvað varðar raunhæfi viðskipta- og rekstraráætlana ALDIN-Biodome hef ég eftirfarandi að segja: Allur fyrirtækjarekstur er óvissu háður. Það liggur í eðli hans og því verður ekki breytt. Hins vegar er hægt að standa svo að undirbúningi og forvinnu að hámarka megi líkur á að vel takist til. Bygging ALDIN-Biodome hefur verið í undirbúningi svo árum skiptir og hefur stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, lagt allt sitt í þá vinnu. Viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir því að tekjur verði til með ýmsum hætti, t.d. með innheimtu áskriftargjalda frá meðlimum, aðgangseyri gesta, vörusölu og leigutekjum. Reksturinn byggir því ekki á einni stoð, heldur nokkrum sem einkum tengjast því að bjóða upp á sérstaka upplifun. Hér er mikilvægt að hafa í huga að fordæmi eru fyrir rekstri skildum þessum á Íslandi og má nefna sem dæmi gróðrarstöðina Friðheima sem hefur náð góðum árangri í að selja upplifun af ræktun og gróðurvin undir glerþaki. Það er líka fráleitt að bera ALDIN-Biodome saman við verkefni eins og Perluna og Hörpu, sem voru opinberar framkvæmdir í eigu opinberra aðila. Þar réðu allt önnur sjónarmið og forsendur en ráða við fjárfestingarákvarðanir einkaaðila. Íbúakosning um viðskiptaáætlun? Enginn getur vitað það fyrir víst hvernig reksturinn mun ganga þegar á reynir, en rekstraráætlanirnar og hugmyndin urðu til þess að Startup Reykjavík Invest ákvað að leggja fé í verkefnið. Við höfðum trú á fyrirtækinu og ég hef það enn. En hér verðum við að staldra aðeins við og spyrja hvort gagnrýnendur hafi hugsað málið til enda. Á það að verða að nýrri verklagsreglu í skipulagsmálum að öll fyrirtæki sem fá vilyrði fyrir lóðum hjá borginni þurfi að leggja rekstrar- og viðskiptaáætlanir sínar í dóm borgarbúa? Það er lykilatriði í mannlegu samfélagi að almennar reglur gildi og að þær gildi jafnt fyrir alla. Það á ekkert síður við þegar verið er að koma fyrirtæki á laggirnar. Deiliskipulag svæðisins sem ALDIN-Biodome ætlar að reisa sinn borgargarð í samræmi við hefur fengið sömu meðferð og afgreiðslu og almennt gerist og gengur. Málið hefur verið kynnt og tekið hefur verið tillit til athugasemda íbúa eins og alltaf er gert. Það er hættulegt að taka geðþóttaákvarðanir um að víkja almennum reglum og ferli til hliðar í einstökum málum, ekki síst þegar um er að ræða friðþægingu fyrir hóp sem hugsanlega er í minnihluta í borginni. Umræða um mál eins og þetta er vissulega alltaf til góðs. Greinilegt er hins vegar að í huga sumra helgar tilgangurinn öll meðul - það er afar leiðinlegt að sjá. Reykvíkingar eiga betra skilið. Höfundur er sérfræðingur í nýsköpun og fyrrverandi framkvæmdastjóri Startup Reykjavík Invest.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar